sunnudagur, október 14, 2007

Ákvað að fara í Smáralindina í dag og náði að klára 5 jólagjafir, við erum svo búin að ákveða 3 aðrar þannig að við eigum bara 7 eftir. Ætla að klára þær allar fyrir desember vegna þess að ég nenni ekki að fara í búðir þá, sérstaklega ekki þegar að maður er kominn með lítinn grisling sem hefur takmarkaðan áhuga á að vera í kerrunni í búðum :).

Var svo að skoða jólakort á netinu, veit ekki alveg hvort að ég nenni að föndra þau eins og undanfarin ár. Ég nenni því nú svo sem alveg en maður hefur ekki eins mikinn tíma og áður og þessi "prívat" tími sem maður fær er ótrúlega fljótur að líða. Er t.d. eiginlega ekkert búin að komast í að sauma út þannig að jóladagatalið fer líklegast ekki upp á vegg fyrir þessi jól, vonandi þau næstu.