mánudagur, október 29, 2007

Ég fór í sumarbústaðarferð með leikskólanum á föstudagskvöldið. Rosa flottur bústaður sem rúmaði vel okkur 16 sem fóru. Við gistum eina nótt og það var heljarinnar stuð á okkur.

Á laugardaginn fór ég ásamt Hrönn að reyna að finna á mig kjól og skó fyrir afmælið mitt. Ég fann reyndar engan kjól en hinsvegar fann ég marga fallega skó en þá pössuðu enginn þeirra á mig. 35 var of lítið og 36 of stórt, hatandi þegar að maður lendir á milli númera. Þannig að ég er gjörsamlega lens í hverju ég á að vera í afmælinu mínu.

En það er nú mest lítið að frétta úr Hafnarfirðinum, það er ennþá svona brjálað að gera í vinnunni hjá Árna en það klárast í þessari viku. Enda er ég búin að tilkynna honum að hann verði með Benedikt meirihlutann af næstu helgi. Ætla að fara í búðir með mömmu, ætlum að kaupa jólagjafir og reyna enn betur að finna kjól og skó á mig.