Fyrsta vikan í nýju vinnunni alveg að verða búin og mér líst bara nokkuð vel á. Reyndar finnst mér ég ekki gera neitt annað en að vera á fundum en það er bara skemmtilegt :). Það er líka pínku skrýtið að aðlaga sig að þeirri stefnu sem er kennd í leikskólanum, þ.e.a.s. við segjum ekki: "Ekki gera þetta" við barnið heldur segjum frekar hvað við viljum að barnið geri. Þetta er auðvitað mikið sniðugra því að börn skilja mun betur þegar að maður segir því hvað það á að gera en þetta virðist bara vera svo fast í okkar menningu að segja "ekki" við öllu sem við viljum að barnið geri ekki. Starfsfólkið er voðalega fínt og allir rosa indælir við mig.
Hlakka nú samt til að fá helgarfrí, maður verður alveg uppgefin á því að vera í svona miklu áreiti allan daginn en dagurinn líður reyndar alveg á ógnarhraða.
Takk fyrir að vera svona dugleg að kommenta, alltaf að vera svona ;).
fimmtudagur, október 04, 2007
Birt af Inga Elínborg kl. 10/04/2007 09:08:00 e.h.
|