miðvikudagur, október 24, 2007

Þessi veikindi hjá Benedikt eru byrjuð að taka sinn toll af mér. Auðvitað líður honum náttúrulega verst en mér finnst þetta alveg komið gott. Hann er semsagt kominn með ofnæmi fyrir sýklalyfjunum og var mjög svo ólíkur sjálfum sér í kvöld, vildi bara vera í fanginu á mér og svo átti ég að ganga með hann um gólf líka (ekki það auðveldasta í heimi þegar að maður er tæp 10,5 kg). Í næstu viku förum við svo með hann til hjartalæknis í ómskoðun. Greyið Benedikt, þarf alltaf að vera hjá læknum sem pota í mann og eru ekkert góðir :).
Ekki bætir svo úr skák að ég er búin að vera grasekkja í ca. 2 vikur og á eftir að vera þannig 1 viku í viðbót. Það er ekki það besta í heimi þegar að litlu rófunni líður svona illa, mér líður auðvitað illa yfir því og enginn til að deila álaginu með. Ég dáist að einstæðum mæðrum, skil stundum ekki hvernig þær fara að þegar að börnin þeirra eru veik í lengri tíma.