þriðjudagur, maí 03, 2005

Það eru tveir sem eiga afmæli í dag :). Grétar baunabúi og Ingibjörg vinkona, innilega til hamingju með daginn bæði tvö. Vona að dagurinn verði góður hjá ykkur.
Annars er fyrirlesturinn minn búinn og hann gekk bara rosa vel. Var reyndar frekar stressuð og stelpurnar sögðu að ég hefði talað rosa hratt en það skildist allt sem betur fer.
Svo er ég alveg að verða búin með ritgerðina í Vinnusálfræði mína og ég er ekkert smá ánægð með það því að ég er alveg að mygla yfir þessum ritgerðum. Á samt aðeins eftir að laga ritgerðina fyrir Átraskanir.
En svo á morgun er seinasti fyrirlesturinn minn í sálfræðináminu, vei vei :).