Það er búið að vera æðislegt veður hérna í Árósum, bæði í dag og í gær, heiðskírt og þvílíkt heitt. Ég ákvað einmitt að skella mér aðeins í skólann í dag og hitta sálfræðinemana í hádegismat, það var voða næs að komast aðeins út og spjalla. Svo fórum við aðeins upp á þak og vorum þar í sólbaði :).
Svo er planið að fara út að borða með sálfræðinemunum 2. júní (sama dag og við eigum að skila ritgerðunum), það verður örugglega rosa gaman. Enda á ég ekkert eftir að hitta fólkið aftur fyrr en einhvern tímann í nóvember.
föstudagur, maí 13, 2005
Birt af Inga Elínborg kl. 5/13/2005 01:29:00 e.h.
|