mánudagur, maí 16, 2005

Jæja, þá fæ ég heimaprófið mitt á morgun. Hlakka nú ekkert voðalega til þess en vonandi gengur þetta allt. Ég sat einmitt út í glugga (glugginn opnast semsagt alveg upp á gátt og er svona 1 meter á hæð) í gær og var að læra í sólinni, voða þægilegt.
Svo styttist alltaf í Eurovision, hlakka ekkert smá til. Ég fylgist einmitt alltaf með blogginu frá Kænugarði, alveg frábært að lesa það sem Gísli Marteinn skrifar. Svo þurfti auðvitað að minna mig á það að við getum kosið Ísland í keppninni, mjög gott :).
Við náðum í bíómiðana fyrir Star Wars í fyrradag, vei vei. Svo er ein stöðin hérna að sýna allar hinar myndirnar núna um hvítasunnuhelgina, voða næs. Mynd nr. II verður einmitt sýnd í kvöld, gott að geta horft á hana og rifjað aðeins upp það sem er búið að gerast.
Hrönn og Axel áttu eins árs brúðkapsafmæli í gær, mér finnst svo stutt síðan að þau giftu sig :). Til hamingju krúsurnar mínar. Sem þýðir líka að bráðum er komið eitt ár síðan að við fórum til Flórida, væri sko alveg til í að fara til Bandaríkjanna aftur og versla. En það verður víst aðeins að bíða, þá verður bara skemmtilegra þegar að maður fer næst.