Alltaf styttist í Eurovision! Er einmitt að hlusta núna á gömul Eurovisionlög - eins og Diggi Loo Diggi Ley og Nína - þvílíkt stuð.
Annars hlýtur Selma að komast áfram í kvöld. Ég er samt eiginlega ekkert búin að hugsa um þann möguleika á því að við komumst ekki áfram. Maður verður auðvitað að halda í íslensku hefðina og halda að við vinnum!! Og hafa áhyggjur af því að við höfum ekki efni á því að halda keppnina, haha. En allavega, skemmtið ykkur vel í kvöld :), veit að ég geri það.
fimmtudagur, maí 19, 2005
Birt af Inga Elínborg kl. 5/19/2005 05:30:00 e.h.
|