föstudagur, maí 06, 2005

Ríta Margit frænka mín á 5 ára afmæli í dag, til hamingju með afmælið elsku Ríta mín. Oh hvað ég væri til í að komast í afmælið til hennar á laugardaginn. Bjarklind systir (mamma hennar Rítu) gerir nefnilega bestu ostaköku í heimi, nammi namm. Svo er bara líka svo langt síðan að ég fór í barnaafmæli og gat hitt alla fjölskylduna. Ég á semsagt 9 frændsystkini en ég er bara búin að komast í eitt afmæli síðan í ágúst, ekki alveg að fíla það.