Eva Sóley frænka mín á afmæli í dag, til hamingju með 8 ára afmælið elsku Eva mín.
Annars er nú allt voðalega rólegt hjá okkur núna. Árni fór í eina prófið sitt á þessari önn í morgun og núna eru bara verkefni eftir hjá honum.
Ég er bara á fullu í heimaprófinu mínu og á að skila því núna á fimmtudaginn. Í heimaprófinu eigum við að setja okkur í spor skólasálfræðings sem fær inn á borð til sín vandamál varðandi hana Idu. Við fáum svo lýsingu með bæði frá kennurum og foreldrum um hvað þeim finnst vera að og út frá því eigum við að mynda okkur skoðun á því hvernig við myndum reyna að laga þetta vandamál. Bara frekar gaman að pæla í þessu.
mánudagur, maí 23, 2005
Birt af Inga Elínborg kl. 5/23/2005 01:15:00 e.h.
|