Karen og Grétar komu í mat í kvöld. Eftir matinn var sest niður og spilaður póker. Þetta var semsagt í fyrsta sinn sem ég spila póker og það verður bara að segjast að ég hef sjaldnast skemmt mér eins vel í spili. Árni, Karen og Grétar skemmtu sér líka mjög vel yfir spilastílnum mínum, því að ég fór sjaldnast eftir spilunum þegar að ég ákvað hversu miklu ég ætti að veðja. Enda endaði það með því að ég tapaði :). En allavega, frábært spil.
Svo var þetta nokkurn veginn kveðjustund líka. Ég og Karen ætlum reyndar að hittast í hádegismat þegar að ég verð búin að skila ritgerðunum mínum en svo sjáumst við líklegast bara ekkert fyrr en í lok ágúst. Það er búið að vera alveg frábært að hitta þau svona oft og við verðum bara að vera jafndugleg að hittast þegar að við verðum öll komin á Ísland aftur :).
þriðjudagur, maí 31, 2005
Birt af Inga Elínborg kl. 5/31/2005 09:56:00 e.h.
|