Það er nú bara ekkert að gerast hjá okkur hjónunum þessa dagana, erum heima að læra og förum varla út úr húsi. Enda eru bara 6 dagar þangað til að heimaprófið byrjar.
Annars er ég búin að setja inn niðurtalningar hérna til hægri (þær halda í mér lífinu þessa dagana), get varla beðið eftir að skólinn verði búinn.
En svo verður nú smá gaman þarnæstu helgi, Eurovision auðvitað bæði 19. og 21. maí og svo ætlum við að skella okkur á Star Wars 20. maí. Reyndar verð ég í heimaprófinu alla þessa daga en það hlýtur að reddast.
miðvikudagur, maí 11, 2005
Birt af Inga Elínborg kl. 5/11/2005 01:17:00 e.h.
|