Skrifaði undir undirskriftarlista fyrir nokkrum dögum vegna þeirra fáránlegu reglna sem eru hjá ríkinu. Ef öryrki selur hlutabréf og fær ágóða af þeim þá lendir hann í því að bæturnar frá TR eru lækkaðar. Ef að þeir sem eru útivinnandi selja hlutabréf eru launin þeirra lækkuð? Bæturnar eru laun þessa fólks og ekki eru þær nú háar fyrir. Þetta er mér gjörsamlega óskiljanlegt.
Vildi bara biðja alla um að skrifa undir þennan lista, öryrkjar þurfa sannarlega á því að halda.
þriðjudagur, október 30, 2007
Birt af Inga Elínborg kl. 10/30/2007 07:20:00 e.h. |
mánudagur, október 29, 2007
Ég fór í sumarbústaðarferð með leikskólanum á föstudagskvöldið. Rosa flottur bústaður sem rúmaði vel okkur 16 sem fóru. Við gistum eina nótt og það var heljarinnar stuð á okkur.
Á laugardaginn fór ég ásamt Hrönn að reyna að finna á mig kjól og skó fyrir afmælið mitt. Ég fann reyndar engan kjól en hinsvegar fann ég marga fallega skó en þá pössuðu enginn þeirra á mig. 35 var of lítið og 36 of stórt, hatandi þegar að maður lendir á milli númera. Þannig að ég er gjörsamlega lens í hverju ég á að vera í afmælinu mínu.
En það er nú mest lítið að frétta úr Hafnarfirðinum, það er ennþá svona brjálað að gera í vinnunni hjá Árna en það klárast í þessari viku. Enda er ég búin að tilkynna honum að hann verði með Benedikt meirihlutann af næstu helgi. Ætla að fara í búðir með mömmu, ætlum að kaupa jólagjafir og reyna enn betur að finna kjól og skó á mig.
Birt af Inga Elínborg kl. 10/29/2007 07:39:00 e.h. |
miðvikudagur, október 24, 2007
Þessi veikindi hjá Benedikt eru byrjuð að taka sinn toll af mér. Auðvitað líður honum náttúrulega verst en mér finnst þetta alveg komið gott. Hann er semsagt kominn með ofnæmi fyrir sýklalyfjunum og var mjög svo ólíkur sjálfum sér í kvöld, vildi bara vera í fanginu á mér og svo átti ég að ganga með hann um gólf líka (ekki það auðveldasta í heimi þegar að maður er tæp 10,5 kg). Í næstu viku förum við svo með hann til hjartalæknis í ómskoðun. Greyið Benedikt, þarf alltaf að vera hjá læknum sem pota í mann og eru ekkert góðir :).
Ekki bætir svo úr skák að ég er búin að vera grasekkja í ca. 2 vikur og á eftir að vera þannig 1 viku í viðbót. Það er ekki það besta í heimi þegar að litlu rófunni líður svona illa, mér líður auðvitað illa yfir því og enginn til að deila álaginu með. Ég dáist að einstæðum mæðrum, skil stundum ekki hvernig þær fara að þegar að börnin þeirra eru veik í lengri tíma.
Birt af Inga Elínborg kl. 10/24/2007 07:38:00 e.h. |
sunnudagur, október 21, 2007
Ég er örugglega vinsælasti starfsmaðurinn á leikskólanum þessa dagana. Á að vera búin að vinna 15 vinnudaga en er bara búin að vinna 9. Fyrst varð ég auðvitað veik og svo varð Benedikt veikur. Ég hélt að þetta væri búið núna en þá er litla rassgatið komið með eyrnabólgu þannig að við Árni verðum eitthvað meira frá vinnu. Við erum reyndar rosa dugleg að skiptast á að vera heima með hann en samt er maður með samviskubit vegna vinnunnar, sérstaklega þegar maður er nýbyrjaður.
Annars keyptum við 3 jólagjafir um helgina og ég byrjaði að föndra jólakortin, ekkert smá dugleg :). Búin að gera öll kortin og á bara eftir að skreyta þau smá þannig að það er ekki mikið eftir. Fínt að vera búin að þessu svona snemma.
Birt af Inga Elínborg kl. 10/21/2007 09:44:00 e.h. |
miðvikudagur, október 17, 2007
Það virðist enginn endir vera á þessum veikindum í fjölskyldunni. Benedikt er heima í dag út af augnsýkingunni, hann er líka kominn á sýklalyf vegna kvefsins og hóstans þannig að vonandi fer hann að lagast. Mér líður eins og ég sé búin að vera segja "vonandi fer hann að lagast" endalaust lengi en samt er bara einn og hálfur mánuður síðan hann byrjaði hjá dagmömmunni. Hann má hinsvegar ekki fara til dagmömmunnar fyrr en hætt er að renna úr augunum því að þessi augnsýking er víst svakalega smitandi.
Ég er ennþá með kvef og hósta, Árni er búinn að vera með hálsbólgu í nokkra daga og vaknaði í morgun hálf fastur í bakinu. Það er svo brjálað að gera í vinnunni hjá honum að hann hafði ekki samvisku í að vera heima þannig að hann fór í vinnuna frekar sjúskaður. Mér finnst nú að við megum alveg fara að verða frísk :).
Birt af Inga Elínborg kl. 10/17/2007 09:56:00 f.h. |
sunnudagur, október 14, 2007
Ákvað að fara í Smáralindina í dag og náði að klára 5 jólagjafir, við erum svo búin að ákveða 3 aðrar þannig að við eigum bara 7 eftir. Ætla að klára þær allar fyrir desember vegna þess að ég nenni ekki að fara í búðir þá, sérstaklega ekki þegar að maður er kominn með lítinn grisling sem hefur takmarkaðan áhuga á að vera í kerrunni í búðum :).
Var svo að skoða jólakort á netinu, veit ekki alveg hvort að ég nenni að föndra þau eins og undanfarin ár. Ég nenni því nú svo sem alveg en maður hefur ekki eins mikinn tíma og áður og þessi "prívat" tími sem maður fær er ótrúlega fljótur að líða. Er t.d. eiginlega ekkert búin að komast í að sauma út þannig að jóladagatalið fer líklegast ekki upp á vegg fyrir þessi jól, vonandi þau næstu.
Birt af Inga Elínborg kl. 10/14/2007 08:18:00 e.h. |
fimmtudagur, október 11, 2007
Loksins er mér farið að líða aðeins betur. Reyndar með alveg svakalegt kvef ennþá og hálsbólgu þannig að Árni skipaði mér eiginlega að vera heima í dag til að ná þessu alveg úr mér. Benedikt smitaðist svo líka þannig að fjölskyldulífið er búið að vera mjög erfitt þessa seinustu daga, sérstaklega fyrir Árna. En sem betur fer var Benedikt hitalaus í gær þannig að hann fór til dagmömmunnar í morgun.
En ætla að fara upp í rúm og reyna að ná þessu kvefi almennilega úr mér.
Birt af Inga Elínborg kl. 10/11/2007 08:49:00 f.h. |
sunnudagur, október 07, 2007
Minn er orðinn veikur, ætli ég hafi ekki smitast af Árna. Alveg ömurlegt að eyða helgunum í veikindi, Árni var nefnilega veikur frá laugardegi fram á þriðjudag og ég byrjaði að verða slöpp í gær. Einu gleðifréttirnar er að Benedikt er ekki búinn að smitast af okkur (7-9-13) því að þetta er ógeðsleg veiki. Enda er ég vakandi um fjögurleytið vegna þess að mér líður of illa til að geta sofið.
Ég kíkti í partý hjá einni sem er að vinna með mér á föstudagskvöldið. Alltaf gaman að hitta nýja vinnufélaga í öðrum aðstæðum. Skemmti mér bara mjög vel en var ekki lengi því að mér var byrjað að líða hálfilla. Mamma og pabbi litu eftir Benedikt á meðan því að Árni var í óvissuferð, þau voru nú mest sár yfir því að hafa ekki fengið að sjá barnið allt kvöldið :), hann var sofnaður þegar þau komu þannig að þau þurftu ekkert að hafa fyrir honum.
Birt af Inga Elínborg kl. 10/07/2007 04:20:00 f.h. |
fimmtudagur, október 04, 2007
Fyrsta vikan í nýju vinnunni alveg að verða búin og mér líst bara nokkuð vel á. Reyndar finnst mér ég ekki gera neitt annað en að vera á fundum en það er bara skemmtilegt :). Það er líka pínku skrýtið að aðlaga sig að þeirri stefnu sem er kennd í leikskólanum, þ.e.a.s. við segjum ekki: "Ekki gera þetta" við barnið heldur segjum frekar hvað við viljum að barnið geri. Þetta er auðvitað mikið sniðugra því að börn skilja mun betur þegar að maður segir því hvað það á að gera en þetta virðist bara vera svo fast í okkar menningu að segja "ekki" við öllu sem við viljum að barnið geri ekki. Starfsfólkið er voðalega fínt og allir rosa indælir við mig.
Hlakka nú samt til að fá helgarfrí, maður verður alveg uppgefin á því að vera í svona miklu áreiti allan daginn en dagurinn líður reyndar alveg á ógnarhraða.
Takk fyrir að vera svona dugleg að kommenta, alltaf að vera svona ;).
Birt af Inga Elínborg kl. 10/04/2007 09:08:00 e.h. |
mánudagur, október 01, 2007
Ætli það sé ekki kominn tími á að endurlífga bloggið mitt? Ég datt bara niður í einhverja "bloggleti" seinustu mánuði en held að ég sé búin að losna við hana núna :).
Allavega er margt búið að gerast síðan síðast, er hætt sem þjónustufulltrúi hjá Kaupþingi og er að fara að vinna sem deildarstjóri á leikskóla í Hafnarfirði, fyrsti dagurinn er einmitt í dag. Þessi vinna er nú aðeins meira tengd menntuninni minni en Kaupþing sem ég er auðvitað mjög sátt við.
Ég held að það skýri út af hverju ég sé vöknuð um fimm að morgni til og komin í tölvuna. Kvíði smá fyrir enda er það bara eðlilegt þegar að maður er að byrja í nýrri vinnu. Kannski líka út af því að ég var nýbyrjuð að komast inn í allt hjá Kaupþingi en þarf svo að fara að læra eitthvað nýtt aftur. Reyndar var ég eitthvað voðalega vinsæl varðandi atvinnu í september, fór í 4 viðtöl og allir vildu ráða mig. Það var pínku skrýtin upplifun að geta valið um störf en jafnframt góð tilfinning því að seinast þegar að ég var að sækja um vinnu var eins og enginn vildi ráða mig.
Reyndar er Árni veikur, með hita, beinverki og svima og Benedikt virðist vera hálfslappur líka. Hann er byrjaður að hósta meira þannig að við vitum ekki alveg hvort að pústið sem hann fékk sé að gera eitthvað gagn. En vonandi fer þessu veikindastandi nú að ljúka, komnar hátt í 5 vikur sem einhver á heimilinu er veikur ;).
En allir að vera duglegir að kommenta.
Birt af Inga Elínborg kl. 10/01/2007 05:12:00 f.h. |