Helgin er að koma jibbí. Þetta verður örugglega mjög skemmtileg helgi, í kvöld ætlum við að bjóða mömmu, pabba og sólveigu systur í mat. Erum að spá í að hafa kjúklingafajitas, nammi namm.
Tengdó eru svo að fara í sumarbústað í kvöld þannig að við verðum ein alla helgina, ekkert smá næs. Ekki það að tengdó séu ekki frábær, bara fínt að fá að vera smá ein.
Svo á laugardaginn ætla Ingibjörg og Biggi að bjóða okkur og Rannveigu og Sverri í mat, nammi namm. Þá fær maður líka að sjá Birki Snæ, það er svo langt síðan að við höfum séð hann. Svo er líka auðvitað mjög gaman að hitta vinina ;)
Svo seinustu helgi fór ég að sjá Adam litla frænda og vá hvað maður er búinn að stækka. Enda er maður líka kominn með smá skap, þegar að maður segir að hann megi ekki gera eitthvað þá byrjar maður strax að gráta smá, algjör dúlla.
föstudagur, janúar 30, 2004
Birt af Inga Elínborg kl. 1/30/2004 09:41:00 f.h. |
þriðjudagur, janúar 27, 2004
Ég ætlaði að vera rosalega klár og skipta um commentakerfi vegna þess að það er alltaf að detta út en nei nei, ég kann það víst ekkert. Ég er búin að ná því að henda þessu gamla út en ég kem ekki þessu nýja inn, skil þetta ekki alveg sko. Þannig að þið verðið bara aðeins að bíða með að tjá ykkur eitthvað ;)
Birt af Inga Elínborg kl. 1/27/2004 09:07:00 f.h. |
mánudagur, janúar 26, 2004
Helgin búin og ný vinnuvika byrjuð. Við skemmtum okkur samt alveg hrikalega vel á föstudeginum, vorum í nýju álmunni á Hótel Sögu og herbergið var rosalega flott. Svo var maturinn á Lækjarbrekku geðveikur, ég fékk mér humarsúpu í forrétt og lamb og humarhala í aðalrétt. Árni fékk sér hreindýra carpaccio í forrétt og túnfisksteik í aðalrétt, algjört nammi namm.
Svo á laugardeginum fórum við að stússast í sambandi við brúðkaupið, fórum og mátuðum föt á Árna og hann verður semsagt í kjólfötum sem við leigjum bara. En svo keyptum við líka jakkaföt handa honum, nokkurs konar útskriftargjöf frá mér til hans. Geðveik flott jakkaföt. Svo borguðum við líka inn á brúðarkjólinn minn, hún pantar hann í næstu viku og hann kemur í apríl, vei vei. Og svo pantaði ég mér líka brúðarskó á netinu, fæ þá eftir svona hálfan mánuð, ekkert smá ódýrir, þeir kostar 2.800 krónur sem er bara ekki neitt miðað við verðið hér á landi. Ákvað að nota tækifærið og panta þá meðan að dollarinn er svona lágur.
Birt af Inga Elínborg kl. 1/26/2004 08:36:00 f.h. |
miðvikudagur, janúar 21, 2004
Oh ég hlakka svo til á föstudaginn. Það var tilboð á gistingu á Hótel Sögu (10.000 ferðapunktar nóttin) og þar sem að við áttum alveg þessa ferðapunkta ákvað ég að panta eina nótt á bóndadaginn. Svo ætlum við líka út að borða sama kvöld á Lækjarbrekku, við erum semsagt að halda upp á bóndadaginn, konudaginn og svo líka að við erum búin að vera saman í 4 ár 3. febrúar. Við ákváðum samt bara að halda upp á þetta núna vegna þess að vinnan við lokaverkefnin hjá okkur er ekki komin á fullt en þegar að lengra líður þá sjáumst við nú örugglega ekkert.
Fyrir utan þetta er nú mest lítið að frétta, fór í fyrsta tímann minn í gær í Réttarsálfræði og fékk algjört sjokk vegna mikils vinnuálags, þetta er valfag þannig að mér finnst að þeir ættu nú að hafa ekkert alltof mikið vinnuálag. Þannig að ég skráði mig í Öldrunarsálfræði en þá er ennþá meira vinnuálag þar, núna veit ég ekkert hvað ég á að gera. Það er nefnilega skyldumæting í nokkra tíma í Réttarsálfræði og þar sem ég er að vinna kemst ég ekki í þá. En svo eru líka skyldumætingatímar í Öldrunarsálfræði þannig að ég veit ekkert hvernig þetta fer.
Birt af Inga Elínborg kl. 1/21/2004 09:06:00 f.h. |
laugardagur, janúar 17, 2004
Jæja Idol búið og ég er svo sátt við sigurvegarann, ég hélt með honum þannig að ég var bara ánægð.
Árni fór í TOEFL próf í morgun og þurfti að fara út alveg klukkutíma fyrr til að moka innkeyrsluna, ég öfundaði hann ekki í morgun klukkan hálfátta þegar að hann fór út. Honum gekk bara rosalega vel og fær niðurstöðurnar eftir mánuð þannig að þá getum við sótt um skóla í Danmörku, jibbí. Ég þarf hinsvegar ekki að fara í þetta próf því að sálfræðin er bara kennd á dönsku, ekki á ensku.
Birt af Inga Elínborg kl. 1/17/2004 01:26:00 e.h. |
miðvikudagur, janúar 14, 2004
Ég er búin að fá seinustu einkunnina mína og ég fékk 6,5 og er bara sátt við það. Þetta var allt krossapróf og það var nefnilega dregið niður fyrir hvert rangt svar þannig að maður vissi í raun ekkert hvernig manni gekk. En ég er semsagt búin að ná öllu og á núna bara eftir að fara í eitt próf í HÍ.
Pabbi þurfti að gista í nótt á spítalanum eftir augnaðgerðina sína. Honum leiddist örugglega því að hann gat ekkert verið með gleraugun sín og var með umbúðir líka þannig að hann þurfti bara að liggja uppi í rúmi í allan gærdag. En hann var að koma heim þannig að þá getur mamma stjanað við hann. Líði þér bara vel pabbi minn.
Birt af Inga Elínborg kl. 1/14/2004 10:53:00 f.h. |
þriðjudagur, janúar 13, 2004
Ég gleymdi nú að segja frá því sem ég gerði um helgina (það er þá eitthvað að gerast hjá mér). Á föstudaginn fórum við til Hrannar og Axels og Ásta og Ívar komu líka og við vorum bara að spila og svona, voðalega næs. Reyndar unnu strákarnir en við stelpurnar tökum þá bara næst.
Á laugardagskvöldinu var svo matarboð hjá Helgu og Frey og Rannveig og Sverrir komu líka. Ekkert smá góður matur og dálítið öðruvísi frá því sem maður fær venjulega. Kvöldið var bara mjög skemmtilegt fyrir utan það að við stelpurnar stóðum í röð í svona hálftíma fyrir framan Hverfisbarinn og svo loksins þegar að við komumst inn kom Árni og sagðist vera svo illt í maganum að hann ætlaði bara heim. Þar sem að ég tímdi ekki að taka tvisvar sinnum leigubíl sama kvöldið í Kópavog (tvær ferðir kosta um 3.500) fór ég bara heim með honum. Þannig að bæjarferðin mín var bara að standa í röð, rosalega gaman.
Birt af Inga Elínborg kl. 1/13/2004 11:15:00 f.h. |
Árni á afmæli í dag, til hamingju með afmælið ástin mín. Honum finnst hann vera orðinn alveg rosalega gamall eða 26 ára. Mér finnst það bara fínn aldur, ekkert of gamall. Ég gaf honum dvd með Metallica, viðtöl við meðlimi og svona en svo kom í ljós að hann á hann, ekki alveg nógu gott. En hann getur þá bara skipt honum.
Það er nú mest lítið annað að frétta, maður vaknar bara og fer í vinnuna og kemur heim og fer að sofa. Voðalega áhugavert eða hitt þó heldur.
Pabbi fór reyndar í augnaðgerð í morgun, greyið. Ég er eitthvað svo hrædd um allar svona augnaðgerðir, mér finnst að það þurfi svo lítið að koma fyrir til að allt fari í rugl, en þetta fer nú örugglega allt vel. Gangi þér vel pabbi minn.
Birt af Inga Elínborg kl. 1/13/2004 09:04:00 f.h. |
föstudagur, janúar 09, 2004
Ég hitti leiðbeinandann minn fyrir B. A. ritgerðina mína áðan. Ég ætla semsagt að athuga hvort að birtingartími orða hafi áhrif á svokallaðar "implanted memories". Mjög skemmtilegt, finnst mér allavega.
Leiðbeinandinn kenndi mér eitt fag fyrir áramót og hann spurði hvort að ég vildi ekki bara fá að vita einkunnina mína og viti menn, ég fékk 7,5. Ég er bara mjög ánægð með þá einkunn því að mér fannst mér ekkert ganga það vel í prófinu. Þannig að núna á ég bara eftir að fá eina einkunn, mér finnst nú alveg rosalega hallærislegt að hún skuli ekki vera komin, á morgun eru komnar fjórar vikur síðan að ég fór í prófið, það voru 45 manns í prófinu og prófið var krossapróf. Þannig að kennararnir þurfa bara að renna þessu í gegnum skanna og þá eru þeir búnir að fara yfir prófið, bara leti í þessu pakki ;).
Birt af Inga Elínborg kl. 1/09/2004 12:40:00 e.h. |
miðvikudagur, janúar 07, 2004
Jæja, mér er nú byrjað að líða aðeins betur, er bara rám núna en mestallt kvefið er farið. Sem betur fer, ég hata að vakna tíu sinnum á nóttunni alveg stífluð.
En það er í raun ekkert að gerast hjá mér, fer bara í vinnuna og svo aftur heim. Ég er svo þreytt alla daga því að ég sneri sólarhringnum gjörsamlega við um áramótin og svo sofna ég alltaf þegar að ég kem heim úr vinnunni þannig að þá get ég ekki sofnað aftur fyrr en um þrjúleytið á nóttunni, ekki alveg nógu gott.
Árni byrjaði svo í skólanum í dag, hann er líka veikur greyið, fékk hálsbólgu og er líka smá kvefaður. Svo á morgun er hann að fara með Snúð í bólusetningu, greyið manns, maður verður alltaf svo hræddur þegar að maður fer í bíl og til dýralæknisins, ekki gaman. En þetta er bara einu sinni á ári, sem betur fer.
Birt af Inga Elínborg kl. 1/07/2004 10:27:00 e.h. |
laugardagur, janúar 03, 2004
Það er nú heldur lítið búið að gerast hjá mér á nýja árinu, ég fékk nefnilega þessa kvefpest sem er að ganga og er búin að liggja síðan á gamlárskvöld. Mér leið svo illa það kvöld að ég var farin að sofa klukkan tvö, svo er ég bara búin að liggja í rúminu hina dagana og mætti ekki í vinnuna á föstudaginn.
Ég ætla nú að hætta mér út í kvöld, Bjarklind systir var að bjóða öllum systkinunum í mat í kvöld og ætlar að vera með læri, nammi namm. Reyndar var hún líka að tala um að vera með karaóki en ég og Árni ætlum ekki að taka þátt í því, læt hinar systurnar bara um það.
Mér fannst Idolið bara fínt í gær, loksins kaus þjóðin eins og ég!! Mér fundust allar stelpurnar hræðilegar, so sorry.
Svo fóru Karen og Grétar snemma í morgun (ekki gaman), mér fannst nú eiginlega mest leiðinlegast að hafa ekki komist í gær og kveðja þau en ég treysti mér bara hreinlega ekki út.
Birt af Inga Elínborg kl. 1/03/2004 04:37:00 e.h. |