fimmtudagur, ágúst 14, 2003

Núna er ég sko brjáluð á því að vera í vinnunni. Þannig er mál með vexti að ég er að vinna bakvinnslu fyrir þjónustufulltrúa sem er allt í lagi. Einn þjónustufulltrúinn sem ég er að vinna fyrir hringir í mig á þriðjudag og biður mig um að bakfæra eina greiðslu sem að ég geri. Svo fer þessi bakfærsla á skekkju og hún á auðvitað að leiðrétta samkvæmt verkferlum. En nei, af því að ég felldi niður þá segir hún að ég eigi að sjá um þetta. En hún bað mig um að fella niður!!!!! ARRRRRG PARRRRG.
Ég talaði um þetta við yfirmanninn minn og hún bað mig um að gera þetta í þetta skipti. Oh ég er svo pirruð, því ef að ég hefði beðið þær um að gera einhverja vitleysu þá hefði ég þurft að leiðrétta sjálf. Ands....... helv...... djö........ Það skiptir nefnilega máli hvort að maður er með titillinn þjónustufulltrúi eða ekki. Þótt að við séum að vinna sömu vinnu.
Í öðrum fréttum þá er Sara búin að fæða og það kom strákur, innilega til hamingju með það Sara og Valgeir. Bara búið að koma tveim strákum í vinahópinn ;)