Það er ekkert smá mikið haustveður í dag, rigning og allt svona dimmt úti. Oh mér finnst það svo gott, ég er nefnilega alls ekki mikil sólarmanneskja, vil frekar vetur og kulda.
En ég var að átta mig á því að ég hef gleymt að segja frá einum öðrum fréttum, Ingibjörg og Biggi eru búin að trúlofa sig, hann bað hennar sama kvöld og litli kom í heiminn. Ekkert smá rómó. Til hamingju með það elskurnar mínar.
Fyrir utan þetta er í rauninni ekkert að frétta, ætla bara að vera heima í dag og horfa á American Wedding. Árni er að vinna seinustu helgina sína á Ítalíu áður en skólinn byrjar aftur. Hann hættir svo 19. ágúst en ég hætti 22. ágúst. Ég hlakka svo til, nenni ekki að vera að vinna þarna lengur ;)
laugardagur, ágúst 09, 2003
Birt af Inga Elínborg kl. 8/09/2003 03:28:00 e.h.
|