föstudagur, ágúst 29, 2003

Fríið mitt er alveg að verða búið, bara tveir og hálfur dagur eftir og þá byrjar skólinn aftur. Annars er lítið að gerast hjá manni, ég er bara búin að vera að horfa á Stargate þættina, rosalega góðir þættir, mæli alveg hiklaust með þeim. Árni byrjaði að horfa á þá á undan mér og var byrjaður á 2. seríu þegar að ég byrjaði að horfa á 1. seríu en af því að ég er búin að vera í fríi þá er ég næstum því búin að ná honum. Mér finnst nefnilega svo leiðinlegt að horfa á svona í sitthvoru herberginu, hann er að horfa í tölvuherberginu og ég í svefnherberginu. Hann hefði bara getað beðið eftir mér og þá gætum við horft á þetta saman, hrummphf.
En Karen og Grétar fóru út til Danmerkur í gær, ekki gaman. Maður er samt ekki alveg búin að ná því að þau séu farin, þótt að maður hafi farið í heimsókn til þeirra á miðvikudagskvöld og allir að kveðja þá er þetta ekki alveg búið að síast inn. En það gerir það :(
En ég ætla að fara að hafa mig til og fara í fyrsta skipti út fyrir tólf í sumarfríinu mínu.