sunnudagur, ágúst 17, 2003

Jæja þá er bara ein vika eftir í vinnunni, jibbí. Ég er ekkert smá ánægð með það.
Helgin er bara búin að vera mjög fín, á föstudaginn hittumst við heima hjá Rannveigu og elduðum kjúklinga fajitas handa Karen, svo spjölluðum við aðeins saman og fórum svo á Ara í Ögri og vorum þar í svona tvo tíma og fórum svo á Hverfisbarinn. Þetta var bara allt mjög fínt og Karen var rosalega ánægð með þetta allt saman.
Í gær fórum við svo í brúðkaup hjá Baldvin og Evu. Oh þau voru svo sæt, hann var í hvítum jakkafötum og það var svo sætt að sjá þau bæði í hvítum fötum upp við altarið og kjóllinn hennar var alveg geðveikur. Svo var haldið í safnaðarheimili Áskirkju og þar var boðið upp á ítalskt smáréttahlaðborð, um nammi nammi. En svo héldum við bara heim um klukkan tólf. Maður fékk alveg fiðring í magann að hugsa um það að við munum gera þetta eftir eitt ár, gaman gaman.
Í morgun vaknaði ég svo klukkan hálfellefu og fór að mála aðra umferð yfir gluggana hjá okkur, ég leyfði Árna hinsvegar bara að sofa áfram, er ég ekki góð?