Búin að vera fjóra daga í sumarfríi og það er rosalega næs. Sef til hálfellefu á hverjum morgni. Árni þarf hinsvegar að mæta í skólann enda byrjaði HR í gær. Ég hlakka samt til að byrja í skólanum en samt líka fínt að fá smá frí.
Við fórum að skoða Sunnusal á Hótel Sögu í gær og erum að spá í að halda brúðkaupsveisluna okkar þar, vorum reyndar komin með annan sal en það er bara allt svo flott á Sögu, það eru auðvitað professional þjónar sem vinna þar og allt rosalega grand. Skoðuðum líka brúðarsvítuna hjá þeim og pöntuðum hana, jibbí.
Við fórum á föstudaginn og keyptum skólabækurnar, eyddum 40.000 krónum og ég á samt eftir að kaupa svona þrjár bækur, þetta er ekkert smá dýrt. En við viljum líka bara nýjar bækur því að við geymum allar bækurnar okkar og seljum þær ekki. Þannig að það er alveg hægt að sleppa með eitthvað ódýrara.
þriðjudagur, ágúst 26, 2003
Birt af Inga Elínborg kl. 8/26/2003 10:51:00 f.h.
|