mánudagur, ágúst 04, 2003

Komin aftur til Reykjavíkur, oh það er svo næs að koma aftur heim til sín. Það var mjög fínt um helgina, okkur tókst að leggja af stað klukkan hálfátta og vorum komin til Bakkafjarðar um hálffimm. Þar var bara fínt, reyndar voru voðalega fáir eitthvað þarna, ég held að ég hafi séð tvo aðila allan tímann. Við vorum bara að slappa af, lágum uppi í rúmi og lásum og svona. Voðalega næs. Reyndar hjálpuðum við Bergþóri pabba líka eitthvað með húsið, vorum að setja um hillusamstæður og svona. Við fengum grillmat alla dagana og ég smakkaði í fyrsta sinn grillaðan steinbít, hann var ekkert smá góður. Svo kíktum við aðeins á Vopnafjörð og Þórshöfn en annars var bara mest legið heima. Svo í morgun lögðum við af stað klukkan hálffimm og vorum komin heim um hálfeitt. Losnuðum við alla umferð, það var rosalega gott.
Hvolpurinn var auðvitað utan í okkur allan tímann, oh hún er svo sæt. (Reyndar heitir hún Tinna en ekki Dimma, smá misskilningur á ferð). Snúður var nú ekki sáttur að vera skilinn svona lengi eftir einn, það var bara komið tvisvar á dag og hann fékk að borða en fyrir utan það var hann bara einn í þrjá og hálfan dag, greyið. Enda var hann rosalega ánægður að sjá okkur aftur.
Svo gerist auðvitað alltaf eitthvað þegar að maður er ekki heima. Inga missti vatnið nótt og er ennþá uppi á fæðingardeild, þannig að maður bíður bara spenntur ;) Gaman gaman.