Jæja það er eitthvað voðalega lítið að gerast þessa dagana, er bara að telja niður þangað til að vinnan er búin (8 og hálfur dagur eftir).
Ég og Árni fórum að sjá litla pjakkinn í gær og maður svaf bara allan tímann og var rosa rólegur, algjör dúlla.
Svo eru Karen og Grétar að fara til Danaveldis 21. ágúst og af því tilefni ætlum við að hafa smá surprise fyrir Karen núna á föstudaginn. Ég ætla reyndar ekkert að segja hvað við ætlum að gera ef hún skyldi lesa þetta ;) Þið fáið bara söguna eftir helgina.
Svo erum við að fara í brúðkaup á laugardeginum, fósturbróður minn er að fara að gifta sig, gaman gaman. Reyndar byrjar athöfnin frekar seint eða ekki fyrr en 19.00 en fólk hefur brúðkaupið sitt bara eins og það sjálft vill.
þriðjudagur, ágúst 12, 2003
Birt af Inga Elínborg kl. 8/12/2003 01:14:00 e.h.
|