Vá hvað það er strax mikið að gera í skólanum hjá Árna, ég er strax orðin grasekkja og það er bara ein vika búin af skólanum. Hann er semsagt búinn að vera í allan dag uppi í skóla að undirbúa einhvern fyrirlestur sem hann og hans hópur eiga að flytja á mánudag, ég öfunda þá ekki.
Ég er hinsvegar bara búin að hafa það næs í dag. Ég og mamma fórum í heimsókn til Siggu og vorum þar í tvo tíma, bara að spjalla og svona, voðalega kósí.
Svo erum við rosalega fúl yfir því að fartölvan okkar er biluð, skjárinn bara virkar ekki. Hún er ekki 8 mánaða gömul þannig að þetta er ekki alveg nógu gott. Hún er auðvitað enn í ábyrgð en samt vont fyrir Árna að missa hana því að hann á að skila einhverju verkefni á miðvikudag og allt sem hann er búinn að gera er í fartölvunni.
Svo eiga mamma og pabbi sextugsafmæli bráðum, reyndar varð pabbi sextugur í apríl en við krakkarnir ákváðum að geyma að gefa þeim gjöf þangað til að mamma yrði sextug líka. Hún verður sextug 8. september og þau ætla að bjóða öllum krökkunum í sumarbústað helgina áður. Þannig að við ætlum að gefa þeim gjöfina áður en þau fara í sumarbústaðinn og ég hlakka svo til að sjá á þeim svipinn þegar að þau sjá hvað þetta er ;) Geðveikt gaman, ég ætla samt ekki að segja hvað við gefum þeim hérna á blogginu, þið verðið bara að bíða eins og þau.
laugardagur, ágúst 30, 2003
Birt af Inga Elínborg kl. 8/30/2003 11:30:00 e.h. |
föstudagur, ágúst 29, 2003
Fríið mitt er alveg að verða búið, bara tveir og hálfur dagur eftir og þá byrjar skólinn aftur. Annars er lítið að gerast hjá manni, ég er bara búin að vera að horfa á Stargate þættina, rosalega góðir þættir, mæli alveg hiklaust með þeim. Árni byrjaði að horfa á þá á undan mér og var byrjaður á 2. seríu þegar að ég byrjaði að horfa á 1. seríu en af því að ég er búin að vera í fríi þá er ég næstum því búin að ná honum. Mér finnst nefnilega svo leiðinlegt að horfa á svona í sitthvoru herberginu, hann er að horfa í tölvuherberginu og ég í svefnherberginu. Hann hefði bara getað beðið eftir mér og þá gætum við horft á þetta saman, hrummphf.
En Karen og Grétar fóru út til Danmerkur í gær, ekki gaman. Maður er samt ekki alveg búin að ná því að þau séu farin, þótt að maður hafi farið í heimsókn til þeirra á miðvikudagskvöld og allir að kveðja þá er þetta ekki alveg búið að síast inn. En það gerir það :(
En ég ætla að fara að hafa mig til og fara í fyrsta skipti út fyrir tólf í sumarfríinu mínu.
Birt af Inga Elínborg kl. 8/29/2003 11:04:00 f.h. |
þriðjudagur, ágúst 26, 2003
Búin að vera fjóra daga í sumarfríi og það er rosalega næs. Sef til hálfellefu á hverjum morgni. Árni þarf hinsvegar að mæta í skólann enda byrjaði HR í gær. Ég hlakka samt til að byrja í skólanum en samt líka fínt að fá smá frí.
Við fórum að skoða Sunnusal á Hótel Sögu í gær og erum að spá í að halda brúðkaupsveisluna okkar þar, vorum reyndar komin með annan sal en það er bara allt svo flott á Sögu, það eru auðvitað professional þjónar sem vinna þar og allt rosalega grand. Skoðuðum líka brúðarsvítuna hjá þeim og pöntuðum hana, jibbí.
Við fórum á föstudaginn og keyptum skólabækurnar, eyddum 40.000 krónum og ég á samt eftir að kaupa svona þrjár bækur, þetta er ekkert smá dýrt. En við viljum líka bara nýjar bækur því að við geymum allar bækurnar okkar og seljum þær ekki. Þannig að það er alveg hægt að sleppa með eitthvað ódýrara.
Birt af Inga Elínborg kl. 8/26/2003 10:51:00 f.h. |
föstudagur, ágúst 22, 2003
Jæja seinasti dagurinn minn í greiðsluþjónustunni í dag, jibbí. Ég fæ meira að segja að hætta klukkan 12 þannig að það er rosalega fínt.
Eins og er búið að vera síðustu daga er bara ekkert að gerast hjá mér þessa dagana þannig að ég skrifa bara næst þegar að ég hef eitthvað að segja. Skemmtið ykkur bara vel um helgina öll.
Birt af Inga Elínborg kl. 8/22/2003 10:50:00 f.h. |
mánudagur, ágúst 18, 2003
4 dagar eftir í vinnunni. Og bara 1 dagur eftir hjá Árna og svo byrjar seinasti veturinn okkar í skólanum, jibbí.
Annars er lítið að frétta, var að horfa á S.W.A.T með Colin Farrel og Samuel L. Jackson, hún er geðveikt góð. Og Colin Farrel er svo sætur í henni, alveg þess virði að horfa bara á myndina til að sjá hann ;)
Birt af Inga Elínborg kl. 8/18/2003 09:55:00 e.h. |
sunnudagur, ágúst 17, 2003
Jæja þá er bara ein vika eftir í vinnunni, jibbí. Ég er ekkert smá ánægð með það.
Helgin er bara búin að vera mjög fín, á föstudaginn hittumst við heima hjá Rannveigu og elduðum kjúklinga fajitas handa Karen, svo spjölluðum við aðeins saman og fórum svo á Ara í Ögri og vorum þar í svona tvo tíma og fórum svo á Hverfisbarinn. Þetta var bara allt mjög fínt og Karen var rosalega ánægð með þetta allt saman.
Í gær fórum við svo í brúðkaup hjá Baldvin og Evu. Oh þau voru svo sæt, hann var í hvítum jakkafötum og það var svo sætt að sjá þau bæði í hvítum fötum upp við altarið og kjóllinn hennar var alveg geðveikur. Svo var haldið í safnaðarheimili Áskirkju og þar var boðið upp á ítalskt smáréttahlaðborð, um nammi nammi. En svo héldum við bara heim um klukkan tólf. Maður fékk alveg fiðring í magann að hugsa um það að við munum gera þetta eftir eitt ár, gaman gaman.
Í morgun vaknaði ég svo klukkan hálfellefu og fór að mála aðra umferð yfir gluggana hjá okkur, ég leyfði Árna hinsvegar bara að sofa áfram, er ég ekki góð?
Birt af Inga Elínborg kl. 8/17/2003 12:38:00 e.h. |
fimmtudagur, ágúst 14, 2003
Núna er ég sko brjáluð á því að vera í vinnunni. Þannig er mál með vexti að ég er að vinna bakvinnslu fyrir þjónustufulltrúa sem er allt í lagi. Einn þjónustufulltrúinn sem ég er að vinna fyrir hringir í mig á þriðjudag og biður mig um að bakfæra eina greiðslu sem að ég geri. Svo fer þessi bakfærsla á skekkju og hún á auðvitað að leiðrétta samkvæmt verkferlum. En nei, af því að ég felldi niður þá segir hún að ég eigi að sjá um þetta. En hún bað mig um að fella niður!!!!! ARRRRRG PARRRRG.
Ég talaði um þetta við yfirmanninn minn og hún bað mig um að gera þetta í þetta skipti. Oh ég er svo pirruð, því ef að ég hefði beðið þær um að gera einhverja vitleysu þá hefði ég þurft að leiðrétta sjálf. Ands....... helv...... djö........ Það skiptir nefnilega máli hvort að maður er með titillinn þjónustufulltrúi eða ekki. Þótt að við séum að vinna sömu vinnu.
Í öðrum fréttum þá er Sara búin að fæða og það kom strákur, innilega til hamingju með það Sara og Valgeir. Bara búið að koma tveim strákum í vinahópinn ;)
Birt af Inga Elínborg kl. 8/14/2003 10:18:00 f.h. |
þriðjudagur, ágúst 12, 2003
Jæja það er eitthvað voðalega lítið að gerast þessa dagana, er bara að telja niður þangað til að vinnan er búin (8 og hálfur dagur eftir).
Ég og Árni fórum að sjá litla pjakkinn í gær og maður svaf bara allan tímann og var rosa rólegur, algjör dúlla.
Svo eru Karen og Grétar að fara til Danaveldis 21. ágúst og af því tilefni ætlum við að hafa smá surprise fyrir Karen núna á föstudaginn. Ég ætla reyndar ekkert að segja hvað við ætlum að gera ef hún skyldi lesa þetta ;) Þið fáið bara söguna eftir helgina.
Svo erum við að fara í brúðkaup á laugardeginum, fósturbróður minn er að fara að gifta sig, gaman gaman. Reyndar byrjar athöfnin frekar seint eða ekki fyrr en 19.00 en fólk hefur brúðkaupið sitt bara eins og það sjálft vill.
Birt af Inga Elínborg kl. 8/12/2003 01:14:00 e.h. |
laugardagur, ágúst 09, 2003
Það er ekkert smá mikið haustveður í dag, rigning og allt svona dimmt úti. Oh mér finnst það svo gott, ég er nefnilega alls ekki mikil sólarmanneskja, vil frekar vetur og kulda.
En ég var að átta mig á því að ég hef gleymt að segja frá einum öðrum fréttum, Ingibjörg og Biggi eru búin að trúlofa sig, hann bað hennar sama kvöld og litli kom í heiminn. Ekkert smá rómó. Til hamingju með það elskurnar mínar.
Fyrir utan þetta er í rauninni ekkert að frétta, ætla bara að vera heima í dag og horfa á American Wedding. Árni er að vinna seinustu helgina sína á Ítalíu áður en skólinn byrjar aftur. Hann hættir svo 19. ágúst en ég hætti 22. ágúst. Ég hlakka svo til, nenni ekki að vera að vinna þarna lengur ;)
Birt af Inga Elínborg kl. 8/09/2003 03:28:00 e.h. |
fimmtudagur, ágúst 07, 2003
Sverrir hennar Rannveigar er víst líka kominn með heimasíðu þannig að best að bæta honum líka við ;) Hef bara alltaf gleymt því.
Birt af Inga Elínborg kl. 8/07/2003 10:55:00 f.h. |
Við vinkonurnar fórum að sjá litla pjakkinn í gær og maður er svo sætur. Hann svaf reyndar bara mestallan tímann en vaknaði svo smá til að fá sér að drekka. Algjört krútt.
Svo er Grétar, kærastinn hennar Karenar kominn með heimasíðu, búin að bæta honum við í linkana þannig að endilega kíkið á hann.
Birt af Inga Elínborg kl. 8/07/2003 10:50:00 f.h. |
þriðjudagur, ágúst 05, 2003
Jæja það eru komnar myndir af litla pjakkinum inn á heimasíðuna hans. Endilega kíkið á hana, maður er sko langsætastur!!! Hann var 16 og hálf mörk og 52 sentimetrar, algjört krútt og með svart hár alveg eins og foreldarnir.
Birt af Inga Elínborg kl. 8/05/2003 11:29:00 e.h. |
Lítill strákur er kominn í heiminn, fæddist kl. 19:44 í gær. Oh hvað ég hlakka til að sjá hann. Til hamingju litla fjölskylda.
Birt af Inga Elínborg kl. 8/05/2003 08:30:00 f.h. |
mánudagur, ágúst 04, 2003
Komin aftur til Reykjavíkur, oh það er svo næs að koma aftur heim til sín. Það var mjög fínt um helgina, okkur tókst að leggja af stað klukkan hálfátta og vorum komin til Bakkafjarðar um hálffimm. Þar var bara fínt, reyndar voru voðalega fáir eitthvað þarna, ég held að ég hafi séð tvo aðila allan tímann. Við vorum bara að slappa af, lágum uppi í rúmi og lásum og svona. Voðalega næs. Reyndar hjálpuðum við Bergþóri pabba líka eitthvað með húsið, vorum að setja um hillusamstæður og svona. Við fengum grillmat alla dagana og ég smakkaði í fyrsta sinn grillaðan steinbít, hann var ekkert smá góður. Svo kíktum við aðeins á Vopnafjörð og Þórshöfn en annars var bara mest legið heima. Svo í morgun lögðum við af stað klukkan hálffimm og vorum komin heim um hálfeitt. Losnuðum við alla umferð, það var rosalega gott.
Hvolpurinn var auðvitað utan í okkur allan tímann, oh hún er svo sæt. (Reyndar heitir hún Tinna en ekki Dimma, smá misskilningur á ferð). Snúður var nú ekki sáttur að vera skilinn svona lengi eftir einn, það var bara komið tvisvar á dag og hann fékk að borða en fyrir utan það var hann bara einn í þrjá og hálfan dag, greyið. Enda var hann rosalega ánægður að sjá okkur aftur.
Svo gerist auðvitað alltaf eitthvað þegar að maður er ekki heima. Inga missti vatnið nótt og er ennþá uppi á fæðingardeild, þannig að maður bíður bara spenntur ;) Gaman gaman.
Birt af Inga Elínborg kl. 8/04/2003 09:17:00 e.h. |