Langt síðan að ég hef skrifað enda búið að vera nóg að gera. Á fimmtudaginn fékk ég einhverja verki og fór til ljósmóðurinnar. Hún sendi mig á fæðingardeildina þar sem að kom í ljós að ekkert var að, hafði líklegast bara ofreynt mig og líkaminn var að láta mig vita að ég ætti að hvíla mig. Fór semsagt bara heim og lá eiginlega uppi í rúmi alla helgina. Kíktum reyndar aðeins í fjögurra ára afmælið hans Adams, maður má nú ekki missa af því :). Í gær fór ég bara í vinnuna eins og vanalega en vakna í morgun með svipaða verki og fer því aftur upp á spítala. Aftur finnst ekkert að mér en mér bara ráðlagt að hvíla mig meira og minnka vinnuna í 50%. Vona bara að það dugi, ekkert gaman að vera að fá svona verki.
En fyrir utan þetta er allt hið besta að frétta, hlakka bara til jólanna :).
þriðjudagur, desember 19, 2006
Birt af Inga Elínborg kl. 12/19/2006 11:26:00 f.h.
|