Jæja, mætti í vinnuna í morgun og vann bara til 12, fannst frekar skrýtið að vera að fara heim svona snemma en það var hinsvegar voða notalegt. Finn alveg að ég er pínku þreytt þessa dagana þannig að maður verður bara að vera duglegur að hvíla sig nóg. Sem betur fer erum við búin að öllu fyrir jólin, nema skreyta jólatréð og þrífa smá.
Hlakka svo mikið til að vera í okkar eigin íbúð, njóta jólanna með Árna og Snúði (og bumbubúanum líka) og bara hafa það endalaust næs. Ég tók mér þar að auki frí miðvikudaginn 27. desember þannig að ég fæ alveg 5 daga frí. Árni verður nefnilega í fríi frá og með morgundeginum alveg fram til 2. janúar þannig að mér fannst ég mega líka fá smá frí :).
Ætla að fara að slappa meira af, kveikja á kertum og skella mér í heitt bað. Vonandi njótið þið jólaundirbúningsins, ekki stressa ykkur of mikið.
fimmtudagur, desember 21, 2006
Birt af Inga Elínborg kl. 12/21/2006 01:40:00 e.h.
|