Það eru tveir sem eiga afmæli í dag, Ingibjörg tengdamamma og Lára Dís. Innilega til hamingju með afmælið báðar tvær. Það var semsagt nóg að gera um helgina í afmælisboðum :).
Fórum auðvitað fyrst á jólahlaðborðið með vinnunni hans Árna sem var bara mjög fínt. Á laugardaginn kláraði Árni að mála meðan ég fór að hjálpa mömmu að pakka inn og svo fórum við í mat til tengdó um kvöldið. Við afrekuðum það svo eftir matinn að kíkja í Ikea, rosa sniðugt að fara kl. hálfníu þegar að brjálað veður er úti, það voru ca. 6 manns þar þannig að við röltum bara í gegn í rólegheitunum og versluðum meira að segja smá. Á sunnudaginn fórum við svo í barnaafmæli til Láru. Hengdum svo upp myndir og gerðum allt fínt hjá okkur, ekki seinna vænna því að stelpurnar komu í jólasaumó um kvöldið. Mjög afkastamikil helgi semsagt.
mánudagur, desember 11, 2006
Birt af Inga Elínborg kl. 12/11/2006 08:07:00 f.h.
|