fimmtudagur, desember 07, 2006

Helga vinkona á afmæli í dag, innilega til hamingju með afmælið elsku Helga mín. Hlakka til að hitta þig á eftir :). Ég, Ásta og Hrönn ætlum nefnilega að kíkja til hennar í hádegismat og borða saman.

Annars er ég svaka ánægð með að það sé að koma helgi, ætla að hvíla mig, er orðin rosalega þreytt þessa dagana enda sofnaði ég kl. 8 í gær og svaf alveg til hálfsjö í morgun. Ekkert smá gott. Kannski var ég svona eftir mig eftir bumbumyndatökuna sem við vorum í, í gær. Hlakka ekkert smá til að sjá hvernig myndirnar koma út, fáum þær á stafrænu formi eftir viku, veljum þær myndir sem okkur finnast fallegastar og þá verða þær framkallaðar. Svo förum við með krílið þegar að það verður svona mánaðargamalt, ógó skemmtilegt.
Ég var samt frekar þreytt eftir myndatökuna, þurfti nefnilega að vera mikið á hnjánum svo að bumban myndi njóta sín sem best og það er ekki alveg að virka fyrir hnéin mín, titraði alveg þegar að ég labbaði út. Árni fékk líka að vera á nokkrum myndum þannig að þetta var fyrsta fjölskyldumyndatakan okkar :).