Ég er eitthvað voðalega andlaus þessa dagana þegar að kemur að blogginu mínu. Finnst ég alltaf vera að skrifa þetta sama :s.
Helgin var reyndar voða fín, kláraði Sörurnar og þær eru bara nokkuð góðar, þó að ég segi sjálf frá :). Kláraði líka að pakka inn öllum jólagjöfunum og þá eigum við bara eftir að skrifa á nokkur jólakort. Eins gott að við séum svona tímanlega í þessu því að Árni bauðst til að halda sælkeraklúbbinn með vinnunni hans næst og þá vill hann endilega að við verðum búin að mála ganginn og stofuna. Ætlum semsagt að gera það núna í vikunni og næstu helgi (þ.e.a.s. Árni málar örugglega meðan að ég skipa fyrir, voða hentugt að mega ekki klifra neitt þessa dagna, ég verð þá bara í þessu auðvelda) þannig að við náum að koma öllum myndum aftur upp fyrir jólin. Það verður reyndar voða fínt að koma öllum myndunum upp, meira en helmingurinn sem kemst ekki fyrir núna vegna þess að við hengdum bara upp á þá nagla sem voru fyrir.
En annars lítur vikan út fyrir að verða mjög skemmtileg. Helga, Freyr og Hlynur ætla að kíkja í mat til okkar í kvöld, Jósa ætlar að koma í heimsókn á morgun og á föstudaginn er jólahlaðborðið með vinnunni hans Árna. Verðum semsagt að vera dugleg að mála á miðvikudag og fimmtudag. Á laugardaginn ætla ég svo til mömmu & pabba og hjálpa þeim að pakka inn gjöfunum, ætli ég skreyti ekki líka. Eftir að ég varð eina barnið sem var ennþá heima þá er þetta orðin svo mikil hefð að ég hjálpi þeim með þetta, mér finnst eitthvað vanta ef ég geri það ekki. Á sunnudaginn verður saumó hjá mér þannig að það er alveg feikinóg að gera.
mánudagur, desember 04, 2006
Birt af Inga Elínborg kl. 12/04/2006 10:57:00 f.h.
|