Við hjónin skelltum okkur á M:I:III í gær. Svaka góð mynd, það er ekki hægt að taka af Tom Cruise að hann er ótrúlega góður leikari og ekki spillir fyrir að hann er algjört augnakonfekt. En allavega, ekta sumarmynd, mikill hasar og spenna.
Ég fékk alveg fiðring í magann þegar að sýnt var frá Vatíkaninu í myndinni, St. Péturs torginu og kirkjunni. Gaman að hugsa til þess að maður hafi komið þangað. Okkur langar svo í aðra "road trip", okkur langar báðum að keyra um Bandaríkin (eða allavega hluta þeirra) og svo langar mig rosalega að keyra um Austur-Evrópu, þá aðallega strandarlengjuna. T.d. að keyra um Króatíu, Bosníu, Serbíu & Svartfjallaland og Albaníu alveg niður til Grikklands. Held að það myndi verða geðveikt
Ég horfði á Eurovisionþáttinn í gær og lagið okkar var einmitt sýnt. Ég er svo innilega sammála Selmu um að Silvía verði okkur til sóma en ekki til skammar. Ég fíla lagið út í eitt og allt í lagi að gera smá grín að þessari keppni en hún er auðvitað að koma fram fyrir hönd landsins og mér finnst hún gleyma því alltof oft.
sunnudagur, maí 07, 2006
Birt af Inga Elínborg kl. 5/07/2006 12:59:00 e.h.
|