mánudagur, maí 22, 2006

Ég og Árni fórum á Da Vinci lykilinn í gær ásamt Hrönn og Axel. Mjög góð mynd, leikararnir eru alveg að gera góða hluti en mér fannst samt sem áður myndin ekki ná "andanum" í bókinni alveg. En mæli samt með henni. Sáum sýnt úr X-Men: The last stand, vá hvað ég hlakka til að sjá hana. Er örugglega geðveik.

Annars held ég að ritgerðin sé búin. Trúi því nú samt varla, Mogens er búin að lesa yfir hana og ég er búin að leiðrétta það sem hann vildi en einhvern veginn líður mér ekki eins og hún sé búin. Er alltaf að renna aftur og aftur yfir hana og athuga hvort að ég sé nú ekki að gleyma neinu. Held að maður geti "betrumbætt" þessa ritgerð endalaust þannig að ég er nokkurn veginn ákveðin í að fara með hana í prentun á miðvikudaginn. Passar líka mjög vel því að það er þrítugsafmæli hjá vini hans Árna á miðvikudagskvöldið. Verður gaman að vera búin að prenta ritgerðina út og þurfa ekkert að hugsa um hana. Planið er svo að liggja í algjörri leti á fimmtudaginn en svo ætla ég að senda hana á föstudaginn.