laugardagur, maí 13, 2006

Ritgerðin tilbúin til yfirlestrar, jibbí :). Ætla að senda leiðbeindandum mínum hana á morgun og næsta vika fer í fínpússningu og annað í þeim dúr. Ef að Mogens setur ekki alltof mikið út á hana þá bendir allt til þess að ég geti skilað miðvikudaginn 24. maí.

Bíð annars spennt eftir næstu viku. Horfa á Eurovision fimmtudags- og laugardagskvöld. Á föstudaginn ætlum við Jósa út að borða á Tapas og kíkja út á lífið, þvílíkt gaman. Reyndar ekki eins skemmtilegt að hún er að fara aftur til Århus og verður í allt sumar. Skil ekkert í fólki að vera að fara frá Íslandi, tíhí :).