sunnudagur, maí 21, 2006

Ég er svo ánægð með að Finnar unnu!! Þeir settu m.a.s. nýtt stigamet í keppninni, go Finnland. Frábært lag í alla staði. Við fórum til Karenar og Grétars í gærkvöldi og við fögnuðum þvílíkt þegar kom í ljós að Finnland vann. Við héldum keppni um hvaða lög myndu vera í 1. - 5. sæti. Ég var sú eina sem giskaði á að Finnland myndi vinna og rústaði keppninni, tíhí. Svo vorum við með drykkjuleik líka, drógum 4 lönd og þegar að þau fengu stig þá átti maður að drekka einn sopa. Fyndið hvernig þetta raðaðist hjá okkur, ég var t.d. með Úkraínu, Árni með Rússland, Karen með Svíþjóð og Grétar með Finnland þannig að við þurftum að drekka í hverri einustu stigagjöf :).
Reyndar var nú ágætt að heyra að Silvía lenti í 13. sæti í forkeppninni, aldrei að vita að okkur takist að komast upp úr henni næsta ár :).

Ég og Jósa kíktum út á lífið á föstudag, byrjuðum á Tapas þar sem að maturinn er æðislegur. Fórum svo á pöbbarölt, enduðum á Glaumbar og ég var ekki komin heim fyrr en hálfsex. Skemmtum okkur þvílíkt vel. Var reyndar ekki alveg upp á mitt besta á laugardaginn en það lagaðist þegar að leið á daginn.

Annars er þetta seinasta vikan í ritgerðarskrifum, stefni á að senda hana á föstudaginn. Jibbí, hlakka endalaust mikið til að klára hana.