Forkeppni Eurovision í kvöld, elska að horfa á þessa keppni. Vonandi gengur Silvíu vel, allavega miðað við þær upptökur sem hafa verið sýndar þá var hún ekki alveg að ná sér á strik í söngnum en vonandi smellur allt saman í kvöld. Ætlum að kíkja til Hrannar og Axels í pizzu og horfa á keppnina saman.
Annars er voða mikið í gangi hjá okkur hjónunum þessa dagana. Þar sem að ég er svo hjátrúarfull þá er ég ekki alveg tilbúin að ljóstra því upp strax en ef það gengur upp þá verðið þið fyrst til að vita :). Allir að krossa fingurna fyrir okkur.
Yfirlesturinn á ritgerðinni gengur ágætlega, alltaf hægt að finna eitthvað til að betrumbæta. Er reyndar ekkert búin að heyra í leiðbeinandanum mínum og ég er ekkert voðalega bjartsýn á að geta sett ritgerðina í póst næsta miðvikudag. En ég hef nú alveg til mánudagsins 29. maí að senda hana þannig að þetta ætti að reddast.
fimmtudagur, maí 18, 2006
Birt af Inga Elínborg kl. 5/18/2006 04:38:00 e.h.
|