Þá er 9. systkinabarnið mitt komið í heiminn. Matti og Þórdís eignuðust semsagt strák kl. 7.38 í morgun, 18 merkur en lengdin var ekki komin á hreint. Innilega til hamingju elsku Matti og Þórdís, hlökkum endalaust mikið til að sjá "litla" gaurinn :).
Svo á Hrönn vinkona afmæli í dag, innilega til hamingju með afmælið elsku Hrönn.
Annars er nú mest lítið að frétta af mér þessa dagana, held að ég sé ennþá í hálfgerðu spennufalli. Vonandi njótið þið helgarinnar, ég ætla allavega að liggja uppi í rúmi og lesa þjóðsögur Jóns Árnasonar í allan dag, get varla hugsað mér betri letidag.
Ætla ekki einu sinni að fara að kjósa enda er ég ekkert inní kosningamálum hérna í Kópavogi. Er eiginlega bara búin að fylgjast með flokkunum í Reykjavík og er alveg ákveðin hvaða flokk ég myndi kjósa ef ég ætti heima þar. En þar sem að ég á ekki heima í Reykjavík og er að flytja úr Kópavogi eftir 3 mánuði þá ætla ég bara að vera heima.
laugardagur, maí 27, 2006
Birt af Inga Elínborg kl. 5/27/2006 11:16:00 f.h.
|