Jæja, ekki komst Silvía áfram. Mér fannst nú atriðið þeirra alveg geðveikt og hún söng þetta mjög vel. Rúnar og Björn stóðu sig líka frábærlega, "dansinn" þeirra var alveg að gera sig :). Var nú samt að vona að við kæmumst áfram, það hefði verið gaman.
Ég verð nú samt að segja að ég vorkenndi Silvíu Nótt smá að fá svona mikið baul á sig áður en hún byrjaði að syngja, hefur örugglega ekki verið gott fyrir taugarnar. Við horfðum líka á viðtalið við hana á RÚV eftir úrslitin og hún á alveg sínar stundir, það verður ekki tekið af henni. Við allavega lágum í kasti allt viðtalið, bæði yfir henni og strákunum.
Er nú samt búin að ákveða að halda annaðhvort með Finnlandi eða Litháen á laugardaginn, bæði lögin alveg frábær, mátulega mikið grín í þeim.
fimmtudagur, maí 18, 2006
Birt af Inga Elínborg kl. 5/18/2006 10:52:00 e.h.
|