fimmtudagur, maí 25, 2006

Ég er búin að skila!!! Ákvað bara að skella ritgerðinni strax í póst eftir að ég var búin að prenta hana, vildi ekki taka áhættuna á því að vera að lesa hana yfir (einn einu sinni) og sjá einhverja villu. Ég er samt ekki búin að ná því að þetta sé búið. Það var samt ekkert smá gaman að sjá ritgerð sem maður hefur unnið að seinustu 5 mánuði allt í einu tilbúna, 4 eintök af 120 bls.

Við fórum svo í þrítugsafmæli til Nonna Quest í gær, ótrúlega skemmtilegt afmæli. Þemað var "goth" og ca. helmingurinn í afmælinu var alveg að standa sig í því, með svartmálaðar varir + neglur, hvítir í andliti með svart í kringum augun og svo má ekki gleyma fötunum. Reyndar var vinahópurinn hans Árna minnst að pæla í þessu, mættum eiginlega bara öll í svörtu en ekkert skrýtilega máluð. En þetta var þvílíkt gaman, kíktum svo einn hring á Glaum en svo fór ég bara heim enda hafði ég vaknað kl. 5 um morguninn :).

Svo er bara allt að gerast, við erum búin að kaupa okkur íbúð!! Erum semsagt á leiðinni í Hafnarfjörðinn, keyptum á Ölduslóð. Ótrúlega flott íbúð, er t.d. með sólpalli þannig að það verður gaman að grilla. Við féllum bara fyrir henni um leið og við sáum hana, Árna fannst meira að segja ekkert mál að hún væri í Hafnarfirði. Finnst pínku skrýtið að við höfum keypt þar því að Árni var alltaf búinn að segja að hann vildi sko ekki eiga heima þar. Fáum hana afhenta 1. september. Mjög svo skemmtileg dagsetning fyrir Árna, hann á að skila ritgerðinni þann dag, byrja hjá Íslenskri erfðagreiningu og við fáum íbúðina. Það sem er ennþá betra er að við getum tekið Snúðinn okkar aftur til okkar ca. viku eftir afhendingu, hlakka endalaust mikið til að fá hann.

En ætla að halda áfram að njóta þess að vera í fríi fram á mánudag en þá byrja ég hjá Landsbankanum í sumarvinnu. Þarf einmitt að vera dugleg að sækja um framtíðarvinnu í sumar. Vona bara að það gangi vel :).