Jósa vinkona á afmæli í dag, innilega til hamingju með afmælið Jósa mín. Njóttu dagsins.
Við skötuhjúin skelltum okkur á þriðju X- men myndina í gær, skemmtum okkur mjög vel enda frábær mynd. Vorum að fagna kaupsamningnum á Ölduslóðinni en við skrifuðum undir hann í gær.
Annars er allt á fullu við að leggja lokahönd á gæsunina hennar Helgu. Oh þetta á eftir að vera svo gaman :).
miðvikudagur, maí 31, 2006
Birt af Inga Elínborg kl. 5/31/2006 03:19:00 e.h. |
sunnudagur, maí 28, 2006
Ég og mamma fórum og kíktum á nýfædda prinsinn í dag. Algjört krútt og alveg eins og pabbi sinn :). Fengum að vita að hann hefði verið 57 cm. en samt tók maður ekkert eftir því að hann væri svona stór og þungur, samsvarar sér mjög vel.
Birt af Inga Elínborg kl. 5/28/2006 11:23:00 e.h. |
laugardagur, maí 27, 2006
Þá er 9. systkinabarnið mitt komið í heiminn. Matti og Þórdís eignuðust semsagt strák kl. 7.38 í morgun, 18 merkur en lengdin var ekki komin á hreint. Innilega til hamingju elsku Matti og Þórdís, hlökkum endalaust mikið til að sjá "litla" gaurinn :).
Svo á Hrönn vinkona afmæli í dag, innilega til hamingju með afmælið elsku Hrönn.
Annars er nú mest lítið að frétta af mér þessa dagana, held að ég sé ennþá í hálfgerðu spennufalli. Vonandi njótið þið helgarinnar, ég ætla allavega að liggja uppi í rúmi og lesa þjóðsögur Jóns Árnasonar í allan dag, get varla hugsað mér betri letidag.
Ætla ekki einu sinni að fara að kjósa enda er ég ekkert inní kosningamálum hérna í Kópavogi. Er eiginlega bara búin að fylgjast með flokkunum í Reykjavík og er alveg ákveðin hvaða flokk ég myndi kjósa ef ég ætti heima þar. En þar sem að ég á ekki heima í Reykjavík og er að flytja úr Kópavogi eftir 3 mánuði þá ætla ég bara að vera heima.
Birt af Inga Elínborg kl. 5/27/2006 11:16:00 f.h. |
fimmtudagur, maí 25, 2006
Ég er búin að skila!!! Ákvað bara að skella ritgerðinni strax í póst eftir að ég var búin að prenta hana, vildi ekki taka áhættuna á því að vera að lesa hana yfir (einn einu sinni) og sjá einhverja villu. Ég er samt ekki búin að ná því að þetta sé búið. Það var samt ekkert smá gaman að sjá ritgerð sem maður hefur unnið að seinustu 5 mánuði allt í einu tilbúna, 4 eintök af 120 bls.
Við fórum svo í þrítugsafmæli til Nonna Quest í gær, ótrúlega skemmtilegt afmæli. Þemað var "goth" og ca. helmingurinn í afmælinu var alveg að standa sig í því, með svartmálaðar varir + neglur, hvítir í andliti með svart í kringum augun og svo má ekki gleyma fötunum. Reyndar var vinahópurinn hans Árna minnst að pæla í þessu, mættum eiginlega bara öll í svörtu en ekkert skrýtilega máluð. En þetta var þvílíkt gaman, kíktum svo einn hring á Glaum en svo fór ég bara heim enda hafði ég vaknað kl. 5 um morguninn :).
Svo er bara allt að gerast, við erum búin að kaupa okkur íbúð!! Erum semsagt á leiðinni í Hafnarfjörðinn, keyptum á Ölduslóð. Ótrúlega flott íbúð, er t.d. með sólpalli þannig að það verður gaman að grilla. Við féllum bara fyrir henni um leið og við sáum hana, Árna fannst meira að segja ekkert mál að hún væri í Hafnarfirði. Finnst pínku skrýtið að við höfum keypt þar því að Árni var alltaf búinn að segja að hann vildi sko ekki eiga heima þar. Fáum hana afhenta 1. september. Mjög svo skemmtileg dagsetning fyrir Árna, hann á að skila ritgerðinni þann dag, byrja hjá Íslenskri erfðagreiningu og við fáum íbúðina. Það sem er ennþá betra er að við getum tekið Snúðinn okkar aftur til okkar ca. viku eftir afhendingu, hlakka endalaust mikið til að fá hann.
En ætla að halda áfram að njóta þess að vera í fríi fram á mánudag en þá byrja ég hjá Landsbankanum í sumarvinnu. Þarf einmitt að vera dugleg að sækja um framtíðarvinnu í sumar. Vona bara að það gangi vel :).
Birt af Inga Elínborg kl. 5/25/2006 12:02:00 e.h. |
mánudagur, maí 22, 2006
Ég og Árni fórum á Da Vinci lykilinn í gær ásamt Hrönn og Axel. Mjög góð mynd, leikararnir eru alveg að gera góða hluti en mér fannst samt sem áður myndin ekki ná "andanum" í bókinni alveg. En mæli samt með henni. Sáum sýnt úr X-Men: The last stand, vá hvað ég hlakka til að sjá hana. Er örugglega geðveik.
Annars held ég að ritgerðin sé búin. Trúi því nú samt varla, Mogens er búin að lesa yfir hana og ég er búin að leiðrétta það sem hann vildi en einhvern veginn líður mér ekki eins og hún sé búin. Er alltaf að renna aftur og aftur yfir hana og athuga hvort að ég sé nú ekki að gleyma neinu. Held að maður geti "betrumbætt" þessa ritgerð endalaust þannig að ég er nokkurn veginn ákveðin í að fara með hana í prentun á miðvikudaginn. Passar líka mjög vel því að það er þrítugsafmæli hjá vini hans Árna á miðvikudagskvöldið. Verður gaman að vera búin að prenta ritgerðina út og þurfa ekkert að hugsa um hana. Planið er svo að liggja í algjörri leti á fimmtudaginn en svo ætla ég að senda hana á föstudaginn.
Birt af Inga Elínborg kl. 5/22/2006 04:27:00 e.h. |
sunnudagur, maí 21, 2006
Ég er svo ánægð með að Finnar unnu!! Þeir settu m.a.s. nýtt stigamet í keppninni, go Finnland. Frábært lag í alla staði. Við fórum til Karenar og Grétars í gærkvöldi og við fögnuðum þvílíkt þegar kom í ljós að Finnland vann. Við héldum keppni um hvaða lög myndu vera í 1. - 5. sæti. Ég var sú eina sem giskaði á að Finnland myndi vinna og rústaði keppninni, tíhí. Svo vorum við með drykkjuleik líka, drógum 4 lönd og þegar að þau fengu stig þá átti maður að drekka einn sopa. Fyndið hvernig þetta raðaðist hjá okkur, ég var t.d. með Úkraínu, Árni með Rússland, Karen með Svíþjóð og Grétar með Finnland þannig að við þurftum að drekka í hverri einustu stigagjöf :).
Reyndar var nú ágætt að heyra að Silvía lenti í 13. sæti í forkeppninni, aldrei að vita að okkur takist að komast upp úr henni næsta ár :).
Ég og Jósa kíktum út á lífið á föstudag, byrjuðum á Tapas þar sem að maturinn er æðislegur. Fórum svo á pöbbarölt, enduðum á Glaumbar og ég var ekki komin heim fyrr en hálfsex. Skemmtum okkur þvílíkt vel. Var reyndar ekki alveg upp á mitt besta á laugardaginn en það lagaðist þegar að leið á daginn.
Annars er þetta seinasta vikan í ritgerðarskrifum, stefni á að senda hana á föstudaginn. Jibbí, hlakka endalaust mikið til að klára hana.
Birt af Inga Elínborg kl. 5/21/2006 11:08:00 f.h. |
fimmtudagur, maí 18, 2006
Jæja, ekki komst Silvía áfram. Mér fannst nú atriðið þeirra alveg geðveikt og hún söng þetta mjög vel. Rúnar og Björn stóðu sig líka frábærlega, "dansinn" þeirra var alveg að gera sig :). Var nú samt að vona að við kæmumst áfram, það hefði verið gaman.
Ég verð nú samt að segja að ég vorkenndi Silvíu Nótt smá að fá svona mikið baul á sig áður en hún byrjaði að syngja, hefur örugglega ekki verið gott fyrir taugarnar. Við horfðum líka á viðtalið við hana á RÚV eftir úrslitin og hún á alveg sínar stundir, það verður ekki tekið af henni. Við allavega lágum í kasti allt viðtalið, bæði yfir henni og strákunum.
Er nú samt búin að ákveða að halda annaðhvort með Finnlandi eða Litháen á laugardaginn, bæði lögin alveg frábær, mátulega mikið grín í þeim.
Birt af Inga Elínborg kl. 5/18/2006 10:52:00 e.h. |
Forkeppni Eurovision í kvöld, elska að horfa á þessa keppni. Vonandi gengur Silvíu vel, allavega miðað við þær upptökur sem hafa verið sýndar þá var hún ekki alveg að ná sér á strik í söngnum en vonandi smellur allt saman í kvöld. Ætlum að kíkja til Hrannar og Axels í pizzu og horfa á keppnina saman.
Annars er voða mikið í gangi hjá okkur hjónunum þessa dagana. Þar sem að ég er svo hjátrúarfull þá er ég ekki alveg tilbúin að ljóstra því upp strax en ef það gengur upp þá verðið þið fyrst til að vita :). Allir að krossa fingurna fyrir okkur.
Yfirlesturinn á ritgerðinni gengur ágætlega, alltaf hægt að finna eitthvað til að betrumbæta. Er reyndar ekkert búin að heyra í leiðbeinandanum mínum og ég er ekkert voðalega bjartsýn á að geta sett ritgerðina í póst næsta miðvikudag. En ég hef nú alveg til mánudagsins 29. maí að senda hana þannig að þetta ætti að reddast.
Birt af Inga Elínborg kl. 5/18/2006 04:38:00 e.h. |
þriðjudagur, maí 16, 2006
Það er mjög ánægjulegt sjá að fleiri eru komnir með nóg af fíflalátunum í henni Silvíu.
Birt af Inga Elínborg kl. 5/16/2006 07:55:00 e.h. |
laugardagur, maí 13, 2006
Ritgerðin tilbúin til yfirlestrar, jibbí :). Ætla að senda leiðbeindandum mínum hana á morgun og næsta vika fer í fínpússningu og annað í þeim dúr. Ef að Mogens setur ekki alltof mikið út á hana þá bendir allt til þess að ég geti skilað miðvikudaginn 24. maí.
Bíð annars spennt eftir næstu viku. Horfa á Eurovision fimmtudags- og laugardagskvöld. Á föstudaginn ætlum við Jósa út að borða á Tapas og kíkja út á lífið, þvílíkt gaman. Reyndar ekki eins skemmtilegt að hún er að fara aftur til Århus og verður í allt sumar. Skil ekkert í fólki að vera að fara frá Íslandi, tíhí :).
Birt af Inga Elínborg kl. 5/13/2006 09:45:00 e.h. |
fimmtudagur, maí 11, 2006
Þegar að Silvía vann forkeppnina hérna heima þá hélt ég virkilega að hún hefði það mikla sómakennd og virðingu fyrir landinu sínu að hún yrði okkur ekki til skammar. Annað er að koma upp á yfirborðið núna, allavega samkvæmt nýjustu fréttum.
Hvað er Ágústa Eva eiginlega að hugsa? Eins og ég hef margoft sagt þá er allt í lagi að gera grín að keppninni en hún fer svo langt yfir strikið. Það er ekkert hægt að segja að nokkrir (þ.á.m. yfirmenn keppninnar) séu bara ekki að ná gríninu. Ef hún heldur áfram á sinn hátt þá verður okkur mjög líklega vísað úr keppninni. Ég skil ekki hvað næst með því að láta vísa okkur úr keppni, þetta eru ekki reglur sem Eurovision semur heldur er verið að vísa í reglur hjá mörgum þjóðum þar sem blótsyrði mega ekki heyrast í sjónvarpinu. Hún tekur ekki tillit til eins eða neins og mér finnst þetta fáránlegt í alla staði.
Ég held að ég sé ein af fáum sem hata þáttinn hennar og hvernig hún kemur fram (og þá er ég auðvitað að tala um Silvíu en ekki Ágústu) en mér finnst lagið mjög flott og finnst mikill missir ef okkur yrði vísað úr keppni. Ágústa Eva heldur greinilega að hún geti hagað sér hvernig sem hún vill en það gengur ekki þegar að maður er að koma fram fyrir landið sitt, hún þarf að taka sig á og hegða sér sómasamlega, aðeins að dempa Silvíu og þá verður þetta flott.
Birt af Inga Elínborg kl. 5/11/2006 10:09:00 f.h. |
sunnudagur, maí 07, 2006
Við hjónin skelltum okkur á M:I:III í gær. Svaka góð mynd, það er ekki hægt að taka af Tom Cruise að hann er ótrúlega góður leikari og ekki spillir fyrir að hann er algjört augnakonfekt. En allavega, ekta sumarmynd, mikill hasar og spenna.
Ég fékk alveg fiðring í magann þegar að sýnt var frá Vatíkaninu í myndinni, St. Péturs torginu og kirkjunni. Gaman að hugsa til þess að maður hafi komið þangað. Okkur langar svo í aðra "road trip", okkur langar báðum að keyra um Bandaríkin (eða allavega hluta þeirra) og svo langar mig rosalega að keyra um Austur-Evrópu, þá aðallega strandarlengjuna. T.d. að keyra um Króatíu, Bosníu, Serbíu & Svartfjallaland og Albaníu alveg niður til Grikklands. Held að það myndi verða geðveikt
Ég horfði á Eurovisionþáttinn í gær og lagið okkar var einmitt sýnt. Ég er svo innilega sammála Selmu um að Silvía verði okkur til sóma en ekki til skammar. Ég fíla lagið út í eitt og allt í lagi að gera smá grín að þessari keppni en hún er auðvitað að koma fram fyrir hönd landsins og mér finnst hún gleyma því alltof oft.
Birt af Inga Elínborg kl. 5/07/2006 12:59:00 e.h. |
miðvikudagur, maí 03, 2006
Það eru tveir sem eiga afmæli í dag, innilega til hamingju með afmælið elsku Ingibjörg og Grétar. Njótið dagsins vel :).
Ég fór í keilu í gær með Rakel og Guðlaugu fyrrverandi Landsbankapíum, skemmtum okkur þvílíkt vel. Reyndar tapaði ég báðum leikjunum en það skiptir ekki öllu. Fórum svo í ísbíltúr þar sem að ég fékk mér fyrsta ísinn síðan að ég kom heim, nammi namm.
Í dag eru svo akkúrat þrjár vikur þangað til að ég þarf að senda ritgerðina, ég er ennþá með ritstíflu og veit ekkert hvernig þetta á eftir að verða. Allir að hugsa vel til mín :).
Birt af Inga Elínborg kl. 5/03/2006 10:14:00 f.h. |