Jibbí, búin með alla fyrirlestra í sálfræðináminu mínu :). Er semsagt búin að fá einkunnir fyrir fögin mín og náði öllu, mjög stolt enda var ég í 150% námi. Núna á ég einungis eftir starfsþjálfun og mastersritgerðina, rosa gaman.
Núna erum við svo búin að vera heima í viku, ekkert smá næs. Erum bara að slappa af og svona. Ætla reyndar að fara að merkja myndirnar úr Evrópuferðinni og koma þeim á netið, nenni samt einhvern veginn ekki að byrja á því enda eru þetta um 700 myndir (Árni alveg að missa sig með myndavélina) en þetta kemur vonandi á næstunni.
Svo bíðum við spennt eftir nýjasta fjölskyldumeðlimnum, Laufey er sett 5. júlí enda er hún orðin frekar stór um sig. Hlakka svo mikið til að sjá litla krúttið.
föstudagur, júlí 01, 2005
Birt af Inga Elínborg kl. 7/01/2005 01:56:00 e.h.
|