föstudagur, júlí 01, 2005

Jibbí, búin með alla fyrirlestra í sálfræðináminu mínu :). Er semsagt búin að fá einkunnir fyrir fögin mín og náði öllu, mjög stolt enda var ég í 150% námi. Núna á ég einungis eftir starfsþjálfun og mastersritgerðina, rosa gaman.
Núna erum við svo búin að vera heima í viku, ekkert smá næs. Erum bara að slappa af og svona. Ætla reyndar að fara að merkja myndirnar úr Evrópuferðinni og koma þeim á netið, nenni samt einhvern veginn ekki að byrja á því enda eru þetta um 700 myndir (Árni alveg að missa sig með myndavélina) en þetta kemur vonandi á næstunni.
Svo bíðum við spennt eftir nýjasta fjölskyldumeðlimnum, Laufey er sett 5. júlí enda er hún orðin frekar stór um sig. Hlakka svo mikið til að sjá litla krúttið.