fimmtudagur, júlí 28, 2005

Ég fór í sumarbústað á þriðjudaginn með Siggu, Bjarklindi, Hjörvari og Rítu. Voða gaman og fengum rosa gott veður á þriðjudaginn. Í gær var líka heiðskírt en samt alveg þvílíkur vindur þannig að ég sat nú bara inni og las meðan að Sigga og Bjarklind streittust við að vera í sólbaði :).
Árni kom svo seinna um kvöldið og við grilluðum saman. Grillið misheppnaðist nú eitthvað því að við vorum ca. 4 tíma að grilla því að kolin voru eitthvað svo köld og héldu engum hita. Við fórum svo smá í heitapottinn og fórum heim um miðnættið. Það er alltaf svo gaman að fara í sumarbústað :).
Verslunarmannahelgin verður svo líklegast bara róleg, reyndar er eitthvað planað á laugardaginn en ekkert meira. Svo styttist bara alltaf í að ég byrji í starfsþjálfuninni minni hjá IMG, hlakka til en kvíði líka smá fyrir. Í 4 ár er maður bara búin að vera með höfuðið ofan í bækurnar og mér finnst einhvern veginn eins og ég kunni ekki neitt. En samt rosalega fínt að fá svona starfsþjálfun, þá get ég líka gert betur upp við mig hvort að það eigi við mig að vera í vinnusálfræði.