Litla frænka kom í heiminn klukkan hálfsjö í morgun, lét semsagt bíða eftir sér í tvo daga. Innilega til hamingju elsku Laufey, Eiður og Einar Loki. Fæðingin gekk rosalega vel þrátt fyrir að hún sé algjör bolti, eða rúmar 17 merkur og 53 cm. Við hlökkum nú frekar mikið til að sjá hana :).
Árni er loksins búin að fá allar einkunnir og náði hann öllu, ekki við öðru að búast. Fékk m.a.s. 11 í einu faginu, er svo duglegur þessi elska.
Svo er maður bara í hálfgerðu sjokki eftir það sem gerðist í morgun í Lundúnum. Alveg hræðilegt að þetta geti átt sér stað. Maður vonar að tala látinna og særða eigi ekki eftir að hækka mikið, þótt að það sé nú örugglega frekar mikil bjartsýni.
fimmtudagur, júlí 07, 2005
Birt af Inga Elínborg kl. 7/07/2005 01:26:00 e.h.
|