sunnudagur, júlí 24, 2005

Jæja komin heim af ættarmótinu. Það var þvílíkt gaman, rosa gott veður og allir í góðu skapi. Árni fór reyndar heim í gær því að hann fór í afmælispartý til vinar síns en ég var eftir og kom heim í morgun. Föstudagurinn fór nú bara í það að tjalda og kynnast fólkinu sem var að koma. Á laugardeginum fórum við svo í smá bíltúr um Snæfellsnesið, fórum á Ytri-Rauðamel þar sem að afi minn (í móðurætt) fæddist og líka í Straumfjarðartungu þar sem að ég var í sveit. Rosa gaman að sýna Árna þetta allt :). Við vorum með Tinnu (hundinn hans pabba) með okkur um daginn og hún svaf líka hjá mér seinni nóttina, þvílíkt sæt og góð. Ég er alveg orðin sjúk í að fá mér einn labrador, þeir eru svo yndislegir.
Árni fór svo heim um miðjan daginn en ég sat aðeins úti og las. Brenndist þvílíkt en samt var ég í peysu og sneri baki í sólina. Um kvöldið var svo sameiginlegur kvöldverður með allri ættinni. Ég er bara strax byrjuð að hlakka til næsta ættarmóts sem verður eftir 5 ár.