Jæja, þá er maður búinn að sjá myndina War of the worlds, mjög góð mynd, mæli hiklaust með henni. Ég og Árni fórum á hana á föstudaginn en í sitthvoru lagi :), ég með Hrönn og Axel og Árni með skólafélögum úr HR.
Í gær var svo afmælispartý hjá Röggu, vinkonu Árna úr HR. Þvílíkt skemmtilegt partý enda vorum við þar alveg til hálfþrjú og nenntum svo ekkert í bæinn. Fórum bara heim og horfðum smá á sjónvarpið og sofnuðum svo. Dagurinn í dag er svo búinn að fara í leti, voða þægilegt :).
Sætasti strákurinn fór svo út í búð og keypti handa mér Bridget Jones 2, alveg yndisleg mynd í alla staði.
sunnudagur, júlí 10, 2005
Birt af Inga Elínborg kl. 7/10/2005 03:07:00 e.h.
|