mánudagur, júlí 18, 2005

Eitthvað voðalega lítið að gerast hjá mér þessa dagana. Enda ekki skrýtið þar sem að maður er búinn að vera í fríi í meira en sex vikur (þrjár vikur fóru auðvitað í Evrópuferðina).
Ég og Árni fórum nú reyndar á Madagascar á föstudaginn, þvílíkt fyndin mynd og svo krúttleg stundum. Næsta helgi verður nú líklegast eitthvað fjörmeiri því að þá verður ættarmót hjá ætt föðurömmu minnar á Snæfellsnesi. Hlakka mikið til að hitta ættingjana mína :).
Svo á Sigga systir afmæli í dag, innilega til hamingju með afmælið elsku Sigga mín. Hún var nú ekkert á því að halda upp á afmælið sitt (enda ekkert stórafmæli).
Mér finnst hinsvegar alltaf jafn gaman að halda upp á afmælið mitt og fannst ekkert gaman að þurfa að vera í Danmörku einmitt það ár sem ég varð 25. Það bjargaði nú alveg að geta haldið upp á daginn með Árna, Karen, Grétari og Helgu en samt langaði mig að geta haldið stórt afmælisboð enda orðin aldarfjórðungsgömul :). Svo verð ég líka í Danmörku þegar að ég verð 26. Ég held kannski bara þvílíkt partý þegar að ég verð 27 :).