sunnudagur, júní 26, 2005

Þá erum við komin heim og það er svo gott að vera komin. Við ákváðum semsagt að koma heim degi fyrr, þ.e.a.s. á föstudeginum, við höfðum hreinlega bara ekki orku í að fara til Kaupmannahafnar og labba þar um og svona. Ætlum bara frekar að fara þangað í nóvember eða eitthvað.
Við lentum um þrjúleytið á föstudeginum og tengdapabbi sótti okkur. Ég var ekki búin að láta mömmu og pabba vita af breytingunni með flugið því að ég ætlaði að koma þeim á óvart. Þau eru núna í sumarbústað og við systurnar fórum í gær og heimsóttum þau. Þeim brá ekkert smá við að sjá mig og mamma öskraði alveg upp yfir sig, mjög gaman :). Svo erum við búin að fara og hitta Snúðinn okkar, hann var ekkert smá ánægður að sjá okkur, algjört krútt.
En núna er maður semsagt bara komin í 2 mánaða sumarfrí, frekar skrýtin tilhugsun. Ef einhverjum langar að gera eitthvað á daginn þá er ég alltaf laus.