fimmtudagur, júní 02, 2005

Ég ætlaði bara aðeins að blogga um kvöldið í kvöld (þótt að ég sagði að ég myndi lítið blogga næstu þrjár vikurnar). Það var alveg frábært að hitta alla krakkana í sálfræðinni, njóta þess að vera búin í prófum og skemmta sér saman. Þau eru líka öll alveg yndisleg og ég á eftir að sakna þess að hitta þau ekki í haust þegar að skólinn byrjar. En ég kem nú aftur til Árósa í nóvember þannig að ég hitti þau allavega þá.
Við fórum út að borða á Jensen´s bofhus og það var rosa næs. Svo löbbuðum við að síkinu og sátum í dálitla stund fyrir utan eitt kaffihús. En svo ákváðum við hjónin bara að drífa okkur snemma heim, enda verður mikið að gera hjá okkur á morgun.