mánudagur, febrúar 04, 2008

Mér hefur nú alveg liðið betur en mér leið seinustu viku. Er búin að vera með einhverja kvefpest og það er svo mikið slím upp í mér (voða lekkert, ég veit) að ég kúgast liggur við í hvert skipti sem ég kyngi. Ég var alveg búin á því á miðvikudaginn og fór heim veik úr vinnunni, var svona lala á fimmtudaginn en á föstudaginn var litli snúðurinn orðinn veikur þannig að við mæðginin vorum veik heima saman. Árni var svo yndislegur að vakna með Benedikt báða dagana um helgina svo að ég gæti reynt að ná þessu úr mér. Er í vinnunni en er ennþá með þetta slím.

Ég kíkti reyndar í þrítugsafmæli til Eddu vinkonu á laugardaginn. Þetta var semsagt skvísupartý og ég skemmti mér rosalega vel. Hún átti nú reyndar afmæli á seinasta ári en betra er seint en aldrei að halda upp á afmælið sitt :).

Við hjónin áttum átta ára sambandsafmæli í gær. Alveg ótrúlegt hvað tíminn er fljótur að líða. Við vorum nú eiginlega búin að ákveða að gera ekki neitt út af því að við mæðginin vorum svona hálf veikindalega ennþá. En æðislegi maðurinn minn kom mér á óvart með því að bjóða mér í bíó. Var búin að hringja í mömmu sína og hún kom að passa fyrir okkur. Alltaf svo frábært að láta koma sér á óvart. Fórum á National Treasure: Book of Secrets sem er mjög góð. Skemmtum okkur alveg konunglega :).