miðvikudagur, febrúar 27, 2008

Ég er í þvílíku bloggstuði þessa dagana. Var að lesa gömul blogg (ekkert að gera í vinnunni semsagt) og fékk alveg sælutilfinningu við að lesa um sumarið og hvað maður gerir alltaf mikið þá. Er nú reyndar ekki hrifinn af miklum hita en það er samt alltaf gaman að hafa bjart allan sólarhringinn, fara í ísbíltúra, fara í útilegur og bara njóta þess að vera til og hafa gaman af lífinu.

Annars er ég byrjuð að finna fyrir einhverjum bakverkjum, er að spá í að skella mér í meðgöngujóga/meðgöngusund hjá Mecca Spa. Mér líður auðvitað svo vel í vatni og alltaf fínt að hreyfa sig meira. Hreyfði mig ekkert þegar að ég gekk með Benedikt og væri alveg til í að gera eitthvað meira á þessari meðgöngu :).