þriðjudagur, febrúar 19, 2008

Jæja, er ekki kominn tími á nýja færslu, sérstaklega þar sem að ég er með fréttir. Fjölskyldan okkar er að fara að stækka enn meira í ágúst en þá á ég von á mér. Fórum í 12 vikna sónarinn í dag og ég er komin 12 vikur og 5 daga og er settur dagur 28. ágúst. Þessi fyrsti hluti meðgöngunnar hefði nú alveg mátt vera skárri en mér er búið að vera flökurt allan sólarhringinn í ca. 9 vikur. En sem betur fer er ógleðin í rénum, ég er hinsvegar ennþá alveg svakalega þreytt, fer liggur við að sofa um leið og Benedikt á kvöldin ;).

En krílið lék á alls oddi í sónarnum, sparkaði á fullu en var samt sem áður nógu stillt til að hægt væri að mæla allt sem átti að mæla. Oh, það er svo gaman að allt leit vel út og við getum farið að segja öllum.