þriðjudagur, febrúar 26, 2008

Á seinasta ári ákvað ég að fara loksins í tannréttingar. Búin að fara í alla gagnatöku og er á leiðinni til tannlæknis í mars til að láta taka 4 tennur og var að tala við tannréttingafræðinginn og fékk tíma í teygjur 11. apríl og svo verða spangirnar settar upp 18. apríl. Í lok mars verða semsagt tennurnar teknar og símadaman hjá tannréttingafræðingnum ætlaði ekki að láta mig fá tíma fyrr en 28. apríl. Ég var nú ekki alveg sátt við að vera "tannlaus" í heilan mánuð þannig að ég spurði hvort að ég mætti ekki bara koma aðeins fyrr. Sem betur fer var það ekkert mál. Reyndar á ekki eftir að sjást mikið í neðri góm en í efri góm eiga allir eftir að taka eftir þessu. Þannig að ég verð voðalega sæt í 2 vikur með bil á milli tannanna og svo verð ég ennþá sætari með spangir :). Eins gott að venjast tilhugsuninni um spangir, ég á eftir að vera með þetta í 2 ár. Finnst þetta samt eitthvað óraunverulegt, búin að hugsa um þetta svo lengi og allt í einu er bara komið að þessu.