mánudagur, febrúar 11, 2008

Oh hvað mig langar til að kasta upp akkúrat núna. Að hlusta á Vilhjálm tala um hvernig hann "hefur lent í þessu máli" og "finnist það rosalega leiðinlegt". Eins og gjörðir hans hafa ekki skipt neinu máli og hann sé bara algjörlega ábyrgðarlaus í öllu þessu veseni. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík er ekki að gera sig þessa dagana, algjörlega óþolandi flokkur.

En voðalega lítið að gerast þessa dagana, erum bara að vinna, sofa og vera með Benedikt. Hann er alltaf að þroskast meira og meira þessa dagana og alveg yndislegt að fylgjast með honum. Litla krúttið okkar :). Finnst alveg ótrúlegt að við foreldarnir höfum búið til þennan yndislega strump. Kannski spurning um að hætta áður en lesendur fara að kasta upp af væmni?