fimmtudagur, febrúar 21, 2008

Loksins fást úrslit úr Laugardalslögunum, þ.e.a.s. eftir tvo daga. Ég hef nú reyndar ekki fylgst neitt alltof vel með þessu, þessi þáttur hefur ekki alveg náð til mín. Hinsvegar er ég búin að mynda mér skoðun um hvaða lag sé best, ég vona að Friðrik Ómar og Regína vinni. Er búin að heyra ensku útgáfuna og finnst hún algjört æði.
Ég er hinsvegar ekki alveg að fíla lagið hans Barða, ef ég hlusta á það í útvarpinu þá finnst mér það fínt en mér fannst það alveg hræðilegt þegar að ég sá þau á sviði.
Ég skil ekki hvernig Ragnheiður Gröndal komst áfram, jú hún syngur þetta voða vel en lagið er alveg hræðilegt að mínu mati.
Ég hlustaði svo á lagið sem Magni syngur og þótt að það sé ekki Eurovision vænt þá finnst mér lagið svaka flott, ekki spillir svo fyrir að mér finnst hann alltaf svo heillandi. Hefði viljað sjá hvernig það kom út þegar að Birgitta var með.
En allavega, ég vil að Friðrik Ómar og Regína vinni þetta, finnst mikill klassi yfir þeim og þetta eru alveg pottþéttir söngvarar sem eiga eftir að standa sig fullkomlega.